Enn frá skemmtideildinni

Skemmtideild evróprureiknimiđstöđvarinnar sendir frá sér góđ atriđi ţessa dagana - verst ađ vita ekki hvort ţau eru öll ófullburđa svipir úr sýndarheimum eđa einhvers konar fyrirbođar um ţađ sem raunverulega verđur.

Myndin hér ađ neđan sýnir spána sem barst í morgun (sunnudag 12. nóvember). Hún gildir (eđa átti ađ gilda) á ţriđjudagskvöld eftir rúma viku, ţann 21. nóvember. 

w-blogg121117xa

Eins og sjá má er alvöru kuldakast uppi á borđinu, ţykktin yfir Norđausturlandi (heildregnar línur sýna hana) fallin niđur í 5020 metra og frostiđ í 850 hPa -16 til -18 stig. Jú, viđ eigum til eitthvađ lítillega lćgri tölur í nóvember - en ekki mikiđ af ţeim. 

Svo líđa 12 tímar og bođiđ er upp á nýja spá fyrir sömu kvöldstund ţriđjudaginn 21. nóvember.

w-blogg121117xb

Ţykktinni spáđ í hćstu hćđir, nćrri 5500 metra og hita í 850 hPa upp í meir en 6 stig - ţar sem áđur hafđi veriđ spáđ -16. Ţykktin mćlir međalhita í neđri hluta veđrahvolfs og segir nú ađ hann verđi 23 stigum hćrri en spáđ var 12 tímum áđur. 

Hvađ skyldi vera á seyđi? Reikningarnir hafa nú um nokkurt skeiđ fundiđ fyrir ţví ađ háloftavindar sem veriđ hafa til ţess ađ gera breiddarbundnir (sem kallađ er) í nágrenni viđ okkur muni hrökkva yfir í ţađ ađ verđa lengdarbundnir. Hringrásin er kölluđ breiddarbundin („zonal“ á erlendum málum) ţegar ríkjandi háloftavindar og bylgjur sem ţeim fylgja ganga greiđlega frá vestri til austurs (fylgir breiddarbaugum). Hringrásin er aftur á móti kölluđ lengdarbundin („meridional“) ţegar sunnan- og norđanvindar verđa ríkjandi í háloftum (fylgir lengdarbaugum). 

Hitaöfgar fylgja gjarnan lengdarbundinni hringrás - hlýtt loft úr suđurhöfum kemst ţá óvenjulangt norđur, en heimskautaloft óvenjulangt til suđurs. 

Ef viđ horfum betur á myndirnar sjáum viđ ađ öfgarnar sem ţćr sýna eru ekki mjög umfangsmiklar frá vestri til austurs. Kalda sóknin á efri myndinni er fremur mjó - sama má segja um ţá hlýju á neđri myndinni - viđ sjáum í kaldara loft báđum megin viđ hana. 

Reiknimiđstöđin er í reynd ađ fást viđ sama hćđarhrygg í báđum spárunum, í kalda tilvikinu skýst hann til norđurs viđ vesturströnd Grćnlands, en í ţví hlýja gerir hann ţađ sunnan og suđaustan Íslands. 

En ţetta var veltilfundiđ hjá skemmtideildinni ađ sýna okkur á svo skýran hátt hversu litlu má muna - og ađ minna enn og aftur á ađ okkur beri ađ taka mjög varlega á langtímaspám. Svo bíđum viđ auđvitađ spennt eftir nćstu runu - hvađ í ósköpunum gerir hún? 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 435
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annađ

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband