12.11.2017 | 21:14
Enn frá skemmtideildinni
Skemmtideild evróprureiknimiðstöðvarinnar sendir frá sér góð atriði þessa dagana - verst að vita ekki hvort þau eru öll ófullburða svipir úr sýndarheimum eða einhvers konar fyrirboðar um það sem raunverulega verður.
Myndin hér að neðan sýnir spána sem barst í morgun (sunnudag 12. nóvember). Hún gildir (eða átti að gilda) á þriðjudagskvöld eftir rúma viku, þann 21. nóvember.
Eins og sjá má er alvöru kuldakast uppi á borðinu, þykktin yfir Norðausturlandi (heildregnar línur sýna hana) fallin niður í 5020 metra og frostið í 850 hPa -16 til -18 stig. Jú, við eigum til eitthvað lítillega lægri tölur í nóvember - en ekki mikið af þeim.
Svo líða 12 tímar og boðið er upp á nýja spá fyrir sömu kvöldstund þriðjudaginn 21. nóvember.
Þykktinni spáð í hæstu hæðir, nærri 5500 metra og hita í 850 hPa upp í meir en 6 stig - þar sem áður hafði verið spáð -16. Þykktin mælir meðalhita í neðri hluta veðrahvolfs og segir nú að hann verði 23 stigum hærri en spáð var 12 tímum áður.
Hvað skyldi vera á seyði? Reikningarnir hafa nú um nokkurt skeið fundið fyrir því að háloftavindar sem verið hafa til þess að gera breiddarbundnir (sem kallað er) í nágrenni við okkur muni hrökkva yfir í það að verða lengdarbundnir. Hringrásin er kölluð breiddarbundin (zonal á erlendum málum) þegar ríkjandi háloftavindar og bylgjur sem þeim fylgja ganga greiðlega frá vestri til austurs (fylgir breiddarbaugum). Hringrásin er aftur á móti kölluð lengdarbundin (meridional) þegar sunnan- og norðanvindar verða ríkjandi í háloftum (fylgir lengdarbaugum).
Hitaöfgar fylgja gjarnan lengdarbundinni hringrás - hlýtt loft úr suðurhöfum kemst þá óvenjulangt norður, en heimskautaloft óvenjulangt til suðurs.
Ef við horfum betur á myndirnar sjáum við að öfgarnar sem þær sýna eru ekki mjög umfangsmiklar frá vestri til austurs. Kalda sóknin á efri myndinni er fremur mjó - sama má segja um þá hlýju á neðri myndinni - við sjáum í kaldara loft báðum megin við hana.
Reiknimiðstöðin er í reynd að fást við sama hæðarhrygg í báðum spárunum, í kalda tilvikinu skýst hann til norðurs við vesturströnd Grænlands, en í því hlýja gerir hann það sunnan og suðaustan Íslands.
En þetta var veltilfundið hjá skemmtideildinni að sýna okkur á svo skýran hátt hversu litlu má muna - og að minna enn og aftur á að okkur beri að taka mjög varlega á langtímaspám. Svo bíðum við auðvitað spennt eftir næstu runu - hvað í ósköpunum gerir hún?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 446
- Sl. sólarhring: 470
- Sl. viku: 2600
- Frá upphafi: 2410244
Annað
- Innlit í dag: 392
- Innlit sl. viku: 2328
- Gestir í dag: 369
- IP-tölur í dag: 354
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.