12.11.2017 | 02:31
Hvenær lýkur hausti?
Gamla íslenska tímatalið skiptir árinu í sumar- og vetrarmisseri. Oft hefur verið um það fjallað hér á hungurdiskum, m.a. þá staðreynd að sumar þessarar skiptingar fellur býsna vel að þeim tíma ársins sem hiti er yfir ársmeðaltali, og veturinn þá að þeim tíma sem hiti er undir því. En árstíðirnar hljóta samt að vera fleiri en tvær, rými hlýtur að vera fyrir bæði vor og haust.
Svo eru ártíðirnar auðvitað enn fleiri - meira að segja í veðrinu. Hinar þjóðfélagslegu árstíðir eru enn aðrar - og við látum þær auðvitað algjörlega eiga sig.
Langar ritgerðir hafa áður birst á þessum vettvangi um vor, sumar og haustkomu, en líklega minna um það hvenær hausti lýkur og vetur byrjar. Ýmislegt má um þau skil segja og má túlka það sem hér fer á eftir sem innlegg í umræðuna - en varla þó mjög hagnýtt.
Mynd dagsins sýnist í fljótu bragði flókin. Í veðurskýrslum er sólarhringsúrkoma flokkuð í þrjár gerðir, regn, slyddu og snjó. Sólarhringsúrkoman er talin sem snjór hafi hvorki slyddu né rigningar verið getið á viðkomandi veðurstöð á mælitímanum, hún er talin regn hafi ekkert verið á slyddu eða snjó minnst. Teljist hún hvorki snjór né regn eingöngu er hún flokkuð sem slydda.
Þetta er nokkuð grimm flokkun - og hagstæð slyddunni, sem fær allan pottinn þó megnið af sólarhringsúrkomunni hafi í raun verið annað hvort snjór eða regn, bara ef ekki er um alveg hreint regn eða snjó að ræða.
En með þessa flokkun að vopni má leggja saman alla úrkomu hvers almanaksdags og reikna hversu stórt hlutfall hennar fellur á einstakar úrkomutegundir.
Á myndinni hefur þetta verið gert, fyrir landið allt, öll árin 1971 til 2010. Lárétti ásinn sýnir árstímann - hér eru fyrstu 6 mánuðir ársins endurteknir hægra megin á myndinni til þess að vetur og sumar sjáist í heild sinni. Lóðrétti ásinn sýnir úrkomuhlutinn (0 til 1, eða 0 til 100 prósent).
Græni ferillinn sýnir hlut rigningar. Hann er um 40 prósent á vetrum, en nærri 100 prósent á sumrin. Snjórinn er enginn yfir hásumarið, en fer yfir 20 prósent hlut að vetri.
Vor og haust eru tíminn þegar hlutfallið breytist hvað örast. Nokkrar dagsetningar hafa verið settar inn. Það er í maílok (við segjum hér 29. maí) sem rigningin nær 90 prósent hlut og heldur honum til miðs september. Ætli flestir geti ekki sæst á að sá tími marki sumarið nokkurn veginn.
Á vorin er það um miðjan apríl sem regnhluturinn fer upp fyrir 50 prósent, en niður fyrir það hlutfall um 20. nóvember. Með þessu móti verður vorið ekki nema einn og hálfur mánuður, en haustið rúmir tveir. Við skulum lengja vorið aðeins - miða við 40 prósent (0,4) regnhlut og byrjar það þá 25. mars - en haustlok frestast til 21. desember. Er haustið þá orðið of langt, rúmir þrír mánuðir? Og vetur ekki nema rétt rúmir þrír?
Lítum á hlutfall snævar. Það fer yfir 20 prósent um miðjan desember, en undir þau aftur snemma í apríl.
Takið eftir því að á öllum ferlunum eru ákveðnar brattavendingar í kringum þær dagsetningar sem nefndar hafa verið, þeir eru frekar flatir að vetri og sumri, brattir að hausti og vori.
Það er þægilegt að festa ártíðaskipti við mánaðamót, láta veturinn byrja 1. desember (en hvorki þann 20. nóvember, né 14. desember) og enda þann 1. apríl - og sumarið hefjast 1. júní. Það er helst haustbyrjun sem er erfið að negla, hún er eiginlega um miðjan september (sjá fyrri langlokuritgerðir þar um).
Veðurstofan telur september til sumars, fyrst og fremst vegna þess að með því er það jafnlangt vetri - rétt eins og í íslenska tímatalinu gamla - og vor og haust verða þá líka jafnlöng, tveir mánuðir hvor árstíð um sig. Hér á landi er nefnilega ekki nokkur leið að telja marsmánuð til vorsins eins og gert er á suðlægari breiddarstigum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 48
- Sl. sólarhring: 144
- Sl. viku: 1969
- Frá upphafi: 2412633
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 1722
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 46
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Góð tilraun Trausti en nægir þó engan veginn! Það er nóg að líta út um gluggann til að sjá að það er kominn vetur. Einnig segir hitastigið að svo sé en eins og þú hefur nefnt er hitinn það sem af er mánuðinum aðeins 1,9 stig hér í höfuðborginni. Með því að bera saman október og nóvember má sjá mjög mikið fall í hitatölum. Október hefur sjaldnast farið undir 4 stig undanfarin ár en nóvember alveg niður undir frostmark.
Svo má einnig nota aðra viðmiðun en hita eða úrkomu, svo sem birtu/myrkur. Í nóvember dimmir mjög hratt. Því er vægast sagt hæpið að telja nóvember til haustmánaða.
Auk þess er ég einn þeirra (örfárra?) sem telja allan september til haustmánaðar en ekki sumarmánaðar! Reyndar held ég að það sé skoðun flestra veðurfræðinga á norðurhveli jarðar. Sumarið er aðeins þrír mánuðir samkvæmt grönnum okkar á Norðurlöndunum.
Ætli það sé ekki óhætt að tala um tvo vormánuði og tvo haustmánuði en að veturinn sé lengsta ártíðin, eða fimm mánuðir? Við búum jú á norðurhjara veraldar en ekki á suðlægum breiddargráðum!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 09:43
Takk fyrir þetta Trausti. Hvenær kemur vetur og hvenær sumar hefur okkur í þessu landi ætíð verið hugleikið. Þú segir Torfi að ekki þurfi annað en að líta út um gluggann til að sjá að það sé vetur. Þú hefur þá væntanlega litið út um gluggann í janúar og febrúar sl vetur þegar var alauð jörð og margra stiga hiti svo vikum skiptir. Var það þá vor eða hvað? Nei það er ekki bara augnablikshitinn eða snjókoma sem ræður heldur það sem lengri tíma veðurlag segir okkur.
Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 12.11.2017 kl. 15:42
Að sjálfsögðu eru margar skýringar á hvenær ein árstíð tekur við af annarri, en flestir dagarnir eru settir í almannakið, en svo koma tímabil þar sem allt fer á hvolf (eru hlýindi þegar ætti að vera frost og öfugt). Einhvern tímann heyrði ég að á Íslandi væru bar tvær árstíðir, vor og haust. Varla er hægt að tala um nein sumur hérna og varla hægt að tala um neinar vetrarhörkur heldur, þannig að kannski er bara eitthvað til í þessu?
Jóhann Elíasson, 12.11.2017 kl. 16:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.