Enn af Ófelíu

Það er ekki mjög oft sem skýrt og greinilegt fellibylsauga sést á þeim veðurtunglamyndum sem sjá má á heimasíðu Veðurstofunnar (vedur.is). Komist fellibyljir inn í myndarrammann eru þeir oftast orðnir eitthvað ummyndaðir og tættir. En ekki alveg alltaf.

severi_ir-171015_0200

Að sögn fellibyljamiðstöðvarinnar í Miami er Ófelía 3. stigs fellibylur á þessari stundu, 1-mínútu vindur er áætlaður mestur um 50 m/s með hviðum upp í 60 m/s. En heimskautaröstin er um það bil að taka bylinn upp á sína arma. Röstin þekkist á háskýjabreiðunni sem liggur á myndinni norður frá Ófelíu til Færeyja og þaðan austur til Rússlands. 

Enn er ekki vitað hversu lengi augað lifir - en nú má sumsé fylgjast með því á myndum á vef Veðurstofunnar sem uppfærast á klukkustundar fresti. Spáin gerir enn ráð fyrir því að leifar fellibylsins fari nærri Írlandi eða yfir það á mánudag (16. október). 

Að sögn heimildamanna er ekki vitað áður um 3. stigs hitabeltisfellibyl á þessum slóðum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • w-blogg220725a
  • w-blogg170725
  • w-blogg110725b
  • w-blogg110725a
  • Slide6

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 177
  • Sl. sólarhring: 291
  • Sl. viku: 1484
  • Frá upphafi: 2486552

Annað

  • Innlit í dag: 160
  • Innlit sl. viku: 1315
  • Gestir í dag: 152
  • IP-tölur í dag: 152

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband