Bætir hægt í

Við lítum sem oftar áður stöðuna á norðurhveli. Kort dagsins gildir síðdegis á sunnudag, 15.október. 

w-blogg141017a

Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, því þéttari sem þær eru því stríðari er vindurinn. Litir sýna þykktina, en hún mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs.

Við getum nú fylgt heimskautaröstinni nokkuð samfellt hringinn. Yfir Evrópu tekur hún mikla sveigju norður fyrir mjög mikla hæð sem á kortinu á miðju yfir Ítalíu. Óvenjuleg hlýindi fylgja henni, þykkt er meiri en 5640 metrar á stóru svæði og sumarhlýindi teygja sig til Skandinavíu. 

Í vesturjaðri hæðarinnar má sjá leifar fellibylsins Ófelíu, um það bil að tætast í sundur í röstinni. Þar má sjá að þykktin er á smábletti meiri en 5700 metrar. 

Ísland er norðan rastar á flatneskjulegu, en fremur hlýju svæði og kalt loft virðist ekki ógna okkur í bili að minnsta kosti. Kuldinn er nú mun meira áberandi síberíumegin á hvelinu heldur en ameríkumegin, en ameríski kuldapollurinn (hin ungi Stóri-Boli) er þó farinn að þroskast nokkuð og í honum er lægsta þykkt hvelsins alls, um 4980 metrar, alvöruvetur.  

Gríðarhlýtt er víða í Bandaríkjunum - þykktin meiri en 5700 metrar á stórum svæðum í austurríkjunum - og meiri en 5760 vestar. Mjög snörp háloftabylgja teygir sig frá Hudsonflóa til suðurs - hún er á hraðri austurleið og mun - rætist spár - færa okkur hlýja en nokkuð stríða austanátt um miðja vikuna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 114
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 1688
  • Frá upphafi: 2350315

Annað

  • Innlit í dag: 73
  • Innlit sl. viku: 1522
  • Gestir í dag: 72
  • IP-tölur í dag: 71

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband