Ófelía

Nú líður á hinn hefðbundna fellibyljatíma í Atlantshafi. Tíðin hefur verið venju fremur harkaleg í ár. Svo ber við að einn af smærri gerðinni sveimar nú á fremur óvenjulegum slóðum suðvestur af Asóreyjum. Hefur hann hlotið nafnið Ófelía, að sögn sá öflugasti fellibylur á því svæði síðan fellibylurinn Ivan fór þar um árið 1980. Ritstjóri hungurdiska man vel eftir honum - því kerfið komst langleiðina til Íslands og nokkuð blés við suðurströndina einmitt þegar ritstjórinn var á vaktinni. 

Ófelía er smár fellibylur, mjög smár, fárviðri ríkir aðeins á mjóu belti rétt í kringum augað - en bandaríska fellibyljamiðstöðin segir þó að 1-mínútu vindhraði nái um 40 m/s og hviður 50 m/s þar sem mest er, nóg til að valda umtalsverðu tjóni verði eitthvað fyrir. 

w-blogg121017a

Myndin er af vef kanadísku umhverfisstofnunarinnar (Environment Canada). Við sjáum hér að kerfið allt, með húð og hári, nær varla stærð Íslands. 

Þetta er eitt þeirra kerfa sem orðið geta að öflugum lægðum - hitti það rétt í vestanvindabeltið.

w-blogg121017b

Hér er spákort fellibyljamiðstöðvarinnar fyrir næstu 5 daga. Mikil óvissa fylgir spám sem þessum. Litlir hringir sýna stöðuna kl. 8 á hverjum morgni. Bókstafurinn H táknar að vindhraði sé af fárviðrisstyrk þar sem mest er (32 m/s), en S að hann sé meiri en 20 m/s. 

Þessi spá gerir ráð fyrir því að Ófelía komi lítt eða ekki við sögu hér á landi. Evrópureiknimiðstöðin er aðeins austar með kerfið í nýjustu langtímaspá sinni - sendir það beint yfir Írland og Skotland.

Írskir og breskir tístarar og fleiri fréttamiðlar rifja nú upp fellibylinn Debbie sem olli miklu tjóni á Írlandi í september 1961 og setti vindhraðamet - og á víst enn lágþrýstimet septembermánaðar á Írlandi (961 hPa).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Ég hef heyrt því haldið fram að fylgni sé milli fellibyljavirkni í Atlantshafi og sumarhita á Íslandi (eða a.m.k. á Suðurlandi). Er eitthvað til í þessu?

Birnuson, 13.10.2017 kl. 15:17

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ekki veit ég til þess að slík fylgni sé til staðar - en það er tiltölulega auðvelt að kanna málið gróflega.

Trausti Jónsson, 14.10.2017 kl. 00:45

3 Smámynd: Birnuson

Ég fylgdi ábendingunni og reyndi að átta mig á þessu með athugun á tölum frá NOAA og Veðurstofunni. NOAA flokkar fellibyljaár í Atlantshafi í þrennt eftir virkni. Eftirfarandi kemur í ljós þegar meðalhiti í Reykjavík er skoðaður mánuðina júlí–september ár hvert frá 1949 til 2017 (þessir mánuðir valdir vegna þess að þá eru veður af þessu tagi einna mest að jafnaði):

Þau ár sem fellibyljavirkni taldist below normal (alls 22 ár) var meðalhiti mánaðanna þriggja 5 sinnum yfir 10°C (23%) og 4 sinnum undir 9°C (18%).

Þau ár sem fellibyljavirkni taldist near normal (alls 26 ár) var meðalhiti mánaðanna þriggja 9 sinnum yfir 10°C (35%) og 5 sinnum undir 9°C (19%).

Þau ár sem fellibyljavirkni taldist above normal (alls 21 ár) var meðalhiti mánaðanna þriggja 17 sinnum yfir 10°C (81%) og aldrei undir 9°C (0,0%).

Ég er ekki nógu vel að mér í tölfræði til að vita hversu marktæk þessi fylgni er, en ef eitthvað er að marka hana er spá um fellibyljavirkni hvers árs þá ekki jafnframt spá um sumarhita á Íslandi það ár?

Birnuson, 17.10.2017 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 4
 • Sl. sólarhring: 327
 • Sl. viku: 1844
 • Frá upphafi: 2357237

Annað

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 1723
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband