Hvernig miðar haustinu?

Fyrir nokkrum árum (2014) velti ritstjóri hungurdiska haustkomu fyrir sér - og ritaði um í nokkrum pistlum. Hægt er að skilgreina haustkomu á fjölmarga vegu. Einn þeirra möguleika sem ritstjórinn nefndi var að nota meðalhita í byggðum landsins til að skilgreina haustdaga - og telja þá síðan.

Í tilraunaskyni stakk ritstjórinn upp á 7,5 stigum sem viðmiði. Dagur telst haustdagur sé meðalhiti sólarhringsins í byggðum landsins neðan þess. Það gefur auga leið að slíkir dagar koma á stangli allt sumarið - án þess að komið sé haust, en þegar á líður þéttast þeir smám saman. En svo munar auðvitað töluverðu hvort meðalhitinn er t.d. 7,4 stig eða 3,0 stig. Fimm dagar með meðalhita 7,4 stig eru varla jafngildir fimm dögum með meðalhita 3,0 stig. Þeir síðarnefndu eru mun haustlegri.

Hentugast þótti því að skilgreina einskonar „haustsummu“. Reiknað var hversu langt hiti hvers dags væri neðan 7,5 stiga og síðan lagt saman. Eftir nokkrar vangaveltur (sem lesa má um í fornum hungurdiskapistli) þótti hentugt að segja haust komið (eða skollið á) þegar haustsumman næði 30 stigum. Til að ná þeirri tölu þarf aðeins fjóra daga með hita við frostmark, en 12 daga með meðalhita 5,0 stig. 

Að meðaltali fer haustsumman í 30 stig 18. september - og 100 stig 12. október. Á þessu hefur reynst nokkur tímabilamunur - og mikil áraskipti. 

En hvernig standa málin nú, 11. október?

w-blogg111017a

Súlurnar sýna haustdagafjölda fyrir 11. október ár hvert. Seinni árin er fjöldi sjálfvirka og mannaða kerfisins borinn saman - og við sjáum að samræmið er gott. Í ár (2017) eru haustdagarnir orðnir 12 - einum fleiri en var í fyrra - langoftast eru þeir orðnir á milli 20 og 30 á þessum tíma - við sjáum reyndar að ástandið á tímabilinu frá 1962 og fram yfir 1990 var talsvert annað en algengast hefur verið hin síðari ár. 

w-blogg111017b

Síðari myndin sýnir stöðu haustsummunnar 11. október hvert ár. Haustið er langoftast komið - en fáein ár skera sig þó úr, summan nú er t.d. aðeins komin í 16,3 stig, var 16,4 á sama tíma í fyrra. Hún var einnig lág um þetta leyti 2001 og 2002 og líka sérlega lág árin 1958, 1959, 1960 og 1961. 

Þessar tölur segja auðvitað lítið um framhaldið - hér eingöngu settar fram til gamans fyrir nördin og þá aðra sem vilja af einhverjum ástæðum ná hvíld frá dægurþrasinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 163
  • Sl. sólarhring: 165
  • Sl. viku: 2172
  • Frá upphafi: 2466861

Annað

  • Innlit í dag: 147
  • Innlit sl. viku: 2006
  • Gestir í dag: 138
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband