Lítið lát á millibilsástandi

Veðrið svífur enn í einhverskonar millibilsástandi, eins og leifar sumarsins lifi enn og vilji ekki hleypa haustinu endanlega að. Jú, myrkrið sækir óðfluga á og loftvogin komin af hinum dæmigerðu sumarslóðum. Lægðirnar stórar, feitar, þunglamalegar og snerpulausar - lekur þó af þeim svitinn. 

w-blogg101017a

Kortið sýnir spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á miðvikudag 11. október. Á því má sjá tvær myndarlegar lægðir skipta öllu hafsvæðinu norðan við 45. breiddargráðu á milli sín. Nokkur vindur er við hornið á Norðuaustur-Grænlandi - þar var að safnast fyrir kaldara loft - en svo virðist sem lægðirnar ætli að flæma það aftur langt norður í höf eins og lenska hefur verið að undanförnu. 

Á þessu korti er nokkur gangur í syðri lægðinni og á hún að koma til landsins á fimmtudagskvöld eða síðar - þá búin að taka yfir nánast allt kortið - án verulegrar mótstöðu. 

Það er þó ekki þannig að ekkert blási - það gerir það - en vindstyrkur er frekar eins og í slæmum sumarlægðum heldur en af þeirri snerpu sem stundum einkennir þennan árstíma. 

Þó þessi októbermánuður hafi byrjað með hlýindum hefur þó ekki verið nærri því eins hlýtt og var í fyrra - við lítum nánar á samanburð síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 17
  • Sl. sólarhring: 437
  • Sl. viku: 2733
  • Frá upphafi: 2378309

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 2421
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband