2.10.2017 | 21:49
Tvö septembervikakort
Við lítum nú á tvö kort sem sýna veðurlag í nýliðnum september - gerð eftir greiningum evrópureiknimiðstöðvarinnar.
Það fyrra sýnir meðalþrýsting við sjávarmál (heildregnar línur) og vik hans frá meðallagi septembermánaða áranna 1981 til 2010. Íslandslægðin svonefnda nokkuð öflugri en í meðalári, en þrýstingur með hærra móti yfir Skandinavíu norðanverðri. Þetta þýðir að sunnanátt var meiri en í meðallagi hér á landi.
Þrýstingur var reyndar enn lægri í september í fyrra, en þá var lægðin austar en nú og sunnanátt ekki eins eindregin og nú (en var það aftur á móti í október).
Sunnanáttin hefur valdið miklum hlýindum bæði hér á landi og ekki síður fyrir norðaustan land eins og sjá má á síðara kortinu.
Heildregnu línurnar sýna meðalhæð 500 hPa-flatarins, en þær strikuðu (daufar) meðalþykkt mánaðarins. Litirnir sýna þykktarvik, en þykktin mælir hita í neðri hluta veðrahvolfs. Þar sem vikin eru mest er hiti meir en 6 stigum ofan við meðallag.
Svona mikil vik skila sér trauðla til yfirborðs. Hiti á Akureyri var 10,1 stig í september, 2,8 stigum ofan meðallagsins 1981 til 2010, en á myndinni er þykktarvikið á þeim slóðum um 3,0 stig. Hefði allt fallið á réttan stað (vikahámarkið lent yfir Íslandi) hefði meðalhiti á Akureyri e.t.v orðið meiri en 12 stig. Svo hár hefur septemberhiti aldrei orðið þar um slóðir - metið er 11,6 stig (1941).
Það er erfiðara að hugsa sér að hittingur af þessu tagi eigi sér stað um landið sunnanvert. Það er auðvitað alveg mögulegt að þykktarvikið verði þetta mikið, en hætt er við að það fái ekki notið sín syðra sökum skýja og rigningar. Hæsti septembermeðalhiti sem við vitum um í Reykjavík er 11,4 stig (1939) - meðalhiti 1981 til 2010 er 8,0 stig. Að meðalhiti septembermánaðar verði 6 stigum ofan við það (14 stig) er nánast óhugsandi.
Meðalþykkt yfir Íslandi í september er í kringum 5400 metrar. Stærstu septembervik sem við þekkjum við Ísland eru líklega um 80 metrar - samsvara um 4 stiga hitaviki. - Einmitt í september 1939 og 1941. Þá vantaði um 0,6 til 0.8 stig upp á að þykktarvikin skiluðu sé að fullu í Reykjavík (þó ekki meira en það). Mestu vikin á kortinu hér að ofan eru nærri 130 metrar. Meðalmánaðarþykktin þarf að vera 5530 metrar til að ná þeim hér á landi, 50 metrum meiri en mest er vitað um - afskaplega ólíklegur atburður. Eigum við ekki samt að segja að 13-stigaseptember í Reykjavík bíði einhvers staðar í framtíðinni - en líkurnar á honum séu þó afarlitlar, nema að hnattræn hlýnun fari að bæta enn meira í en þegar er orðið.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 66
- Sl. sólarhring: 325
- Sl. viku: 2833
- Frá upphafi: 2427385
Annað
- Innlit í dag: 48
- Innlit sl. viku: 2536
- Gestir í dag: 47
- IP-tölur í dag: 47
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.