Þó okkur komi það lítið við

Ritstjóri hungurdiska hefur oft fjallað um svona lægðir áður - veit þó ekki alveg hvað hann á að kalla þær þó auðþekktar séu. 

w-blogg041017b

Móðurlægðina sjáum við langt suðvestur í hafi - hægfara og lokaða inni af hæðarhrygg sem lagst hefur yfir úr vestri. Sunnanáttin austan við er nokkuð öflug og gefur hlýtt og rakt loft norður í háloftaröstina sem ber hlýindin og rakann hratt til austurs. Á sama tíma ber að kalt loft beint úr norðri. Kortið gildir kl. 6 í fyrramálið, miðvikudag 4. október og hefur smálægð náð að myndast þar sem hlýja loftið nær lengst til norðurs. 

w-blogg041017a

Háloftakortið sýnir stöðuna kl.18. Hér má vel sjá hvernig hlýja loftið myndar bylgju sem þrengir sér til móts við kuldann að norðan. Þó þetta sé ekki stór lægð er hún samt ákaflega varasöm og gæti valdið vonskuveðri, fyrst á heiðum og fjöllum Norður-Englands, og svo í Hollandi og Þýskalandi aðfaranótt fimmtudags og á fimmtudaginn. - Ekki er það þó fullvíst og kemur okkur varla við.

En lægðir þessarar ættar hafa mjög oft valdið mjög vondum veðrum hér á landi og leggjast illa í gamla veðurspámenn sem þykjast muna tímana tvenna í spáreikningum. Vonandi að tölvuspár nútímans hafi loks náð tökum á þeim flestum þannig að þær þurfi lítt að koma á óvart. 

En kalda loftið sem á þessu korti er yfir Íslandi er ekki svo óskaplega kalt, en þó rétt undir meðallagi árstímans. Síðan hlýnar aftur fyrir helgi - hvað sem það svo endist. Því haustið nálgast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Getur verið að, það sem þú lýsir svo vel, geti endað með einhverskonar "clash of the clans" þegar áfram gengur haustið? Þetta er ekkert smápúður, sunnanvert og norðan.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.10.2017 kl. 03:23

2 identicon

Haustið nálgast? Þú meinar auðvitað veturinn því haustið er löngu komið.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 4.10.2017 kl. 09:30

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Á tímatali Torfi,en íslenskt lifandi mál leyfir okkur að undirstrika okkar hughrif; T.D. "nú er sumarið loksins komið",þegar við fáum fyrsta heila sólardaginn í byrjun júlí. Eða nú eru jólin komin þegar fyrsti snjórinn fellur snemma í desember. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2017 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2017
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

 • w-blogg151217-1917pmet-a
 • w-blogg161217d
 • w-blogg111217a
 • w-blogg081217b
 • w-blogg091217b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.12.): 148
 • Sl. sólarhring: 172
 • Sl. viku: 1809
 • Frá upphafi: 1523344

Annað

 • Innlit í dag: 121
 • Innlit sl. viku: 1473
 • Gestir í dag: 109
 • IP-tölur í dag: 107

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband