Þrír fellibyljir á Atlantshafi

Fellibylurinn Irma er að vísu í aðalhlutverki - hinir tveir, José og Katia eru rétt að verða til og Katiu ekki spáð langri vist. José gæti hins vegar reikað um langtímum saman reki hann hvorki inn í vestanvindabeltið né yfir kaldan sjó. 

w-blogg060917a

Myndin er fengin af vef kanadísku umhverfisstofnunarinnar og unnin af henni. Hér má sjá Katiu yfir Mexíkóflóa vestanverðum, Irmu úti af norðurströnd Puerto Rico, en José er ekki langt utan myndar til hægri. 

Irma er óvenjuöflugur fellibylur, sérstaklega sé mið tekið af staðsetningu hans - þeir fáu sem eru öflugri á metalistum sigldu um vestar, helst þá í Mexíkóflóa - þar sem sjávarhiti er hvað hæstur í Atlantshafinu. 

Í gær (þriðjudag 5. september) var Irma enn samhverfari en hún er nú - augað nærri miðju sveipsins. Trúlega er það eyjan stóra, Puerto Rico sem aflagar hringinn lítillega. 

Spáin mun vera sú að Irma fari skammt undan landi á Hispanjólu og Kúbu - gæti þó rekið þar á land um stund. Lengra ná sæmilega áreiðanlegar spár ekki - en þó er samkomulag um snögga beygju í norðurátt í námunda við Flórída - hvort sú beygja verður tekin austan eða vestan við skagann er óljóst á þessari stundu. Sömuleiðis er styrkurinn óviss þegar þangað er komið.

Einkennileg fyrirbrigði, hitabeltisfellibyljir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 1064
  • Sl. sólarhring: 1110
  • Sl. viku: 3454
  • Frá upphafi: 2426486

Annað

  • Innlit í dag: 951
  • Innlit sl. viku: 3107
  • Gestir í dag: 922
  • IP-tölur í dag: 854

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband