Hlýr dagur eystra?

Nú virðist stefna í hlýjan dag víða eystra. Þykkt er spáð meiri en 5600 metrum yfir landshlutanum á föstudag. Þessi hlýindi komu að Suður-Grænlandi í dag og lausafregnir herma að hiti hafi þá farið í 21,0 stig í Kristjánssundi við Hvarf - þeim útforblásna stað. 

w-blogg310817a

Þessi spá evrópureiknimiðstöðvarinnar gildir kl. 18 síðdegis á föstudag. Sömuleiðis er spáð nokkuð ákveðinni vestanátt sem gæti náð hlýindunum í háloftunum niður. Þetta þýðir að hiti gæti víða farið í meir en 20 stig þar um slóðir. 

Þrátt fyrir heiðarleg hlýindi á köflum í sumar eru þó fáeinar stöðvar sem sitja eftir. Þar á meðal er Dalatangi - þar sem hæsti hiti ársins til þessa er ekki nema 16,0 stig (mannaða stöðin) og 16,6 á þeirri sjálfvirku. Kambanes á sömu tölu sem hæsta hita ársins til þessa.

Seley kemur síður á óvart með 15,1 stig. Fáskrúðsfjörður og Kollaleira í Reyðarfirði hafa ekki enn náð 20 stigum á þessu ári, Fáskrúðsfjörður 18,7 og Kollaleira 19,8 stigum. Allgóður möguleiki ætti að vera á því á föstudaginn að 20 stig mælist á þessum stöðvum. Hæsti hiti ársins til þessa á Höfn í Hornafirði er 17,6 stig. Smávon er um hærri hita þar á föstudag - en heldur minni þó en á Austfjarðastöðvunum. 

Brúarjökull hefur ekki enn náð 10 stigum. Þar er hæsti hiti ársins til þessa aðeins 9,2 stig sem mældust 15. febrúar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 46
  • Sl. sólarhring: 110
  • Sl. viku: 1537
  • Frá upphafi: 2348782

Annað

  • Innlit í dag: 43
  • Innlit sl. viku: 1341
  • Gestir í dag: 40
  • IP-tölur í dag: 39

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband