Höfuđdagurinn

Höfuđdagurinn (kenndur viđ höfuđ Jóhannesar skírara) er á ţriđjudaginn. Um ţetta leyti árs lýkur sumri á norđurslóđum og ţáttaskil verđa oft í veđri. Enn eru ţó rúmar ţrjár vikur til jafndćgra á hausti og nćrri ţví tveir mánuđir eftir af íslenska sumrinu, tvímánuđur hófst á ţriđjudaginn var (ţ.22). 

Varla sér ţó enn til vetrar á veđurkortunum.

w-blogg280817a

Kortiđ sýnir spá evrópureiknimiđstöđvarinnar um hćđ 500 hPa-flatarins og ţykktina kl. 18 á höfuđdaginn. Ţarna má sjá nokkuđ öflugan kuldapoll úti af norđausturhorni Grćnlands - kannski vex veturinn út frá honum? 

Hér á landi er gert ráđ fyrir skammvinnri en heiđarlegri norđanátt á ţriđjudag. Eins og sjá má er hún ekki köld, rétt ađ ljósgrćni ţykktarliturinn nái ađ ţekja landiđ - hann tilheyrir frekar sumri en hausti. 

Hćđarhryggur er í vestri - en hann á ađ berast hratt til austurs og kerfiđ sem er ţar fyrir vestan á ađ ná undirtökum strax á fimmtudag. Lítiđ samkomulag er hjá reiknimiđstöđvum um nákvćma ađkomu ţess og örlög. Í ţessari spárunu reiknimiđstöđvarinnar er gert ráđ fyrir miklu hlýindaskoti austanlands - en viđ látum vera ađ velta okkur upp úr ţeim hugsanlega möguleika ađ sinni. 

Örin lengst til vinstri bendir á leifar fellibylsins Harvey yfir Texas. Ţćr hreyfast lítiđ ţví hćđarhryggurinn öflugi ţar fyrir vestan ver hann ađ mestu fyrir atgangi vestanvindabeltisins. 

Undan ströndum Virginíu má sjá hlýja bylgju - hún er ađ valda ákveđnu hugarangri vestra. Hugsanlega verđur ţar til nýr hitabeltisstormur (Irma) - jafnvel strax í nótt eđa á mánudag. Ađ vísu myndi vestanvindabeltiđ grípa hann nánast samstundis, keyra á haf út og umturna yfir í hefđbundna lćgđ, en ţađ er samt óţćgilegt ađ hafa vaxandi kerfi sem ţetta í landsteinum - ekki síst eftir ađ hafa horft upp á skyndivöxt Harvey. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, íslenska sumariđ er furđu langt miđađ viđ hve norđarlega landiđ er (tveir mánuđir eftir af ţví!). En svona er nú Ísland sérstakt land - í alla stađi (stórasta land í heimi!)!

Torfi Stefánsson (IP-tala skráđ) 28.8.2017 kl. 03:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Ágúst 2020
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

 • w-blogg110820a
 • w-blogg090820aa
 • ar_1871p
 • ar_1871t
 • ar_1870p

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 263
 • Sl. sólarhring: 483
 • Sl. viku: 3166
 • Frá upphafi: 1954506

Annađ

 • Innlit í dag: 250
 • Innlit sl. viku: 2814
 • Gestir í dag: 244
 • IP-tölur í dag: 241

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband