23.8.2017 | 21:47
Dögg
Lítum á dögg og daggarmyndun í tilefni þess að sumri tekur að halla. Rifjum fyrst upp hvað daggarmark er. Einnig er minnst á hrím.
Daggarmark er sá hiti sem loft hefur þegar það hefur verið kælt niður til þéttingar (við óbreyttan þrýsting). Eina leiðin til að breyta daggarmarki lofts (án þrýstibreytinga) er með rakaíbætingu eða rakabrottnámi. Við getum bæði flutt loft til, kælt það eða hitað án þess að daggarmarkið breytist. Ef breyting verður á daggarmarki þýðir það að annað hvort hefur vatnsgufa bæst í loftið (daggarmarkið hækkar), vatnsgufa þést úr því (daggarmarkið lækkar) eða þá að nýtt loft annars staðar að er komið til sögunnar.
Svo kemur að dögginni:
Ef loft kólnar niður að daggarmarki þéttist vatnsgufan næst jörðu sem dögg. Mismunandi yfirborð kólnar mismikið, það fer eftir lögun (áferð) þess og því hversu mikilli varmarýmd það hefur aðgang að. Jarðvegsyfirborð kólnar að öðru jöfnu minna en efsti hluti gróðurs vegna þess að varmaleiðni frá jarðvegi rétt undir yfirborðinu er nægileg til að hita verði haldið lengur uppi, en gróður er aftur á móti að mestu einangraður frá jörð af lofti sem umhverfis hann er. Á móti kemur að gróður verndar síðan jörðina og neðstu gróðurlög með því að taka á sig megnið af (geislunar-) kælingunni. Hiti við jörð (undir gróðrinum) er þannig stundum nokkrum stigum hærri en við yfirborð gróðursins sem þekur það. Dögg myndast því fremur á gróðri en á nakinni jörð og fremur efst á plöntunum en neðst á þeim.
Yfirborð bíla kólnar sérstaklega mikið vegna þess að blikkið er þunnt og heildarvarmarýmd í því lítil. Dögg (og ís) getur því myndast á bílum áður en hún myndast á jörð eða gróðri.
Dögg á gróðri myndast bæði úr vatnsgufu sem er í loftinu ofan við og raka úr yfirborðinu. Vegna þess að hiti getur haldist ofan daggarmarks niðri í gróðrinum heldur vatn áfram að gufa þar upp þó þétting eigi sér stað við yfirborðið. En vatnsgufan berst smám saman upp á við og hittir fyrir kaldasta lagið við efri mörk gróðursins. Sé logn eða því sem næst í 2 m hæð berst lítið af raka að ofan og döggin er að mestu mynduð úr vatni sem er að gufa upp úr jörðinni eða neðstu hlutum gróðursins. Raki að ofan er hins vegar ráðandi sé vindur á bilinu 1-3 m/s. Sé vindur enn meiri er blöndun oftast orðin það góð að þurrara og hlýrra loft að ofan verður til þess að hiti helst ofan daggarmarks. Í logni er loftið kaldast næst jörðu og rakastigið því hæst þar.
Daggarmyndunarskilyrði eru því best ef heiðskírt er (hámarksútgeislun) og ef loftið er rakt þegar við sólarlag. Daggarmarkið myndar ákveðna hindrun gegn frekari kólnun því þéttingin skilar umtalsverðum varma til umhverfisins og vinnur þannig gegn því að loftið kólni enn frekar.
Frosthættu á sumrin og snemmhausts er hægt að meta að nokkru leyti af daggarmarkinu, sé það vel ofan frostmarks er ólíklegt að næturfrost verði (ef rólegt aðstreymi af þurru lofti er ekki í gangi). Hægt er að hækka daggarmark lofts næst jörðu með vökvun og draga þannig úr líkum á næturfrosti og stundum er reykur líka notaður í sama skyni. Hann getur dregið í sig varmageisla og þar með fært virkasta útgeislunarflötinn frá jörðu að efra borði reykjarins. Þar með vinnst smátími fyrir plönturnar niðri í reyknum. Báðar aðferðir eru nothæfar til að forðast gróðurskemmdir þegar ljóst er að frosthætta er aðeins lítinn hluta næturinnar.
Vatn á gróðri að morgunlagi er ekki endilega dögg eða af völdum rigningar. Gróðurinn getur hafa safnað á sig örsmáum dropum þegar vindur leikur um hann í þoku. Vatnið getur líka átt uppruna sinn inni í plöntunni vegna þess að á nóttunni eru ræturnar hlýrri en blöðin. Þetta vatn þéttist þegar plantan andar (rétt eins og gufa birtist við vit okkar í kulda). Þessir öndunardropar eru venjulega fáir en stórir, venjulega talsvert stærri en daggardroparnir (meir en 2 mm, dæmigerður daggardropi er innan við 1 mm í þvermál).
Í frosti frjósa daggardropar skömmu eftir að þeir myndast, síðan þéttist vatnsgufan í ís utan á þeim ískristöllum sem fyrir eru. Ískristallar þessir eru oftast mjög óreglulegir, með holrúmum og loftbólum og eru því hvítir. Stundum gerist það að eftir að dögg hefur fallið í hita ofan frostmarks að meir kólnar og daggardroparnir frjósa, tæknilega er munur á slíku hrími og því venjulega. Einnig er að morgni dags hægt er að rugla saman dögg annars vegar og bráðnu hrími hins vegar.
Dögg og hrím myndast langoftast vegna útgeislunarkólnunar. Fyrir kemur þó að þau myndast vegna þess að tiltölulega hlýtt loft streymir yfir kalt land. Þegar saman fara útgeislun og aðstreymi af röku, hlýrra lofti getur daggarmyndun orðið umtalsverð. Á strandsvæðum fáeinna eyðimarka er dögg sem mynduð er á þennan hátt umtalsverður hluti ársúrkomunnar og gerir gæfumuninn fyrir lífkerfi þessara svæða (t.d. strönd Máritaníu og Namíbíu).
Ís á jörðu getur að sjálfsögðu einnig myndast við það að vatn eða krapi frýs eða vegna samþjöppunar snævar vegna umferðar eða traðks. Einnig myndast ís á jörð í frostrigningu og sem slyddu- eða skýjaísing.
---
Textinn er fenginn úr hinni dularfullu veðurbók trj sem reynst hefur útgefendum landsins ofviða að eiga við.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:56 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 29
- Sl. sólarhring: 426
- Sl. viku: 2391
- Frá upphafi: 2410693
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 2106
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Margir mundu glaðir vilja eiga hana í bókahillum sínum. Dregið hefur úr bóklestri og söfnun bóka,en sú ástríða mun vakna á ný.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2017 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.