22.8.2017 | 01:51
Sundurlausir ágústhitamolar
Hæsti meðalhiti ágústmánaðar hér á landi er ekki alveg óumdeildur. Hæsta reiknaða talan er 14,1 stig, á Mýrdalssandi í ágúst 2003. Ekki ótrúlegt í sjálfu sér, en mælingar stöðvarinnar hafa ekki verið teknar út - við vitum ekki hvort einhver hliðrun hefur verið í mælinum.
Ágúst 2003 var sérlega hlýr á landinu, er í næstefsta sæti á landslistanum með 10,9 stig, aðeins ágúst 1933 er sjónarmun hærri, 11,0 stig.
Næsthæsta talan er ekki alveg trygg heldur, 14,0 stig reiknast sem meðalhiti ágústmánaðar 1880 austur á Valþjófsstað. Við vitum enn ekkert um aðstæður á stöðinni. Ágúst 1880 var sérlega hlýr um land allt og er í þriðjahlýjasta sæti á landslistanum, 10,7 stig.
Þriðjuhæstu töluna finnum við á Húsavík í ágúst 1947, 13,9 stig. Sá mánuður er nokkru neðar á landslistanum, í 12. sæti, en var sérlega hlýr um landið norðanvert, hlýjastur ágústmánaða á fjölmörgum stöðvum, m.a. á Akureyri. Í Reykjavík er ágúst 2003 hlýjastur.
En hver er þá lægsti ágústmeðalhitinn? Auðvitað tók Dyngjujökull þá tölu strax og byrjað var að mæla þar - stöðin í tæplega 1700 metra hæð yfir sjávarmáli og mælar þar að auki ekki í löglegri hæð frá jörðu. En meðalhiti í ágúst 2016 var þar 0,0 stig. Spurning hvort meðalhiti ágústmánaðar nú verður enn lægri - takist að ná mælingum mánaðarins alls í hús. Eftir 21 dag núlíðandi mánaðar er meðalhitinn þar +0,4 stig.
Næstlægsta talan er líka af jökli. Stöðin á Brúarjökli er sögð í 845 metra hæð yfir sjávarmáli, meir en 800 metrum neðar en Dyngjujökulsstöðin. Þar hefur verið mælt samfellt frá 2005. Kaldastur á þeim tíma var ágúst 2011 með meðalhita 2,5 stig. Það sem af er ágúst nú er meðalhiti á Brúarjökli 2,3 stig - spurning hvort hann nær neðsta sætinu.
En sjálfvirku hálendisstöðvarnar hafa ekki mælt lengi, þær sem lengst hafa mælt eru þó komnar í meir en 20 ár og orðnar vel keppnishæfar.
Lægstu byggðartölurnar eru líka afspyrnulágar. Meðalhiti í Grímsey í ágúst 1882 var ekki nema 2,4 stig. Það mun vera óhætt að trúa þessari tölu. Bráðnandi hafís í kringum eyna mestallan mánuðinn. Ágúst 1882 er líka lægstur á landslistanum, meðalhiti á landsvísu 6,5 stig. Við eigum til fleiri mælingar frá stöðvum við norðurströndina í ágúst 1882, Kjörvogur á Ströndum segir meðalhita mánaðarins 2,7 stig og á Skagaströnd og á Siglufirði reiknast meðalhitinn í mánuðinum 3,1 stig. Siglufjörður segir ágúst 1864 hafa verið enn kaldari, með meðalhitann 2,6 stig þar á bæ (Hvanneyri).
Lægsta talan eftir aldamótin 1900 er úr Möðrudal í ágúst 1903, 3,6 stig og þá sömu tölu nefna Grímsstaðir á Fjöllum í ágúst 1943. Sérlega vondir mánuðir nyrðra báðir tveir - en skárri syðra.
Raðir hámarks- og lágmarksmælinga eru styttri og rýrari heldur en meðalhitaraðirnar. En hæsti meðalhámarkshiti ágústmánaðar sem við sjáum í fljótu bragði er 18,5 stig á Staðarhóli. Þessi árangur náðist 2004, og meðalhiti ágústmánaðar 1984 var litlu lægri á Vopnafirði, 18,4 stig - sem einnig reiknast á Torfum í ágúst 2004.
Lægsti meðalhámarkshitinn reiknast í Grímsey í ágúst 1903, 5,5 stig.
Hæsta meðallágmark ágústmánaðar finnum við á Vatnsskarðshólum árið 2004, 10,8 stig og lægsta meðallágmarkshitann á Grímsstöðum á Fjöllum 1912, -0,6 stig. Harla ískyggileg tala.
Hæsti hiti sem mælst hefur í ágúst hér á landi er 29,2 stig - á Egilsstaðaflugvelli þann. 11. árið 2004.
Lægsti hiti sem er skráður á mæli hér á landi í ágúst eru -10,7 stig, mældist á dögunum á Dyngjujökli (þ.13.). Við vitum ekki enn hvort það er óvenjulegt eða ekki.
Þann 27. ágúst 1974 mældist lágmarkshiti -7,5 stig í Sandbúðum á Sprengisandsleið, lægsti hiti í ágúst hér á landi utan jökuls. Lægsti hiti sem vitað er um í byggð í ágúst mældist á Barkarstöðum í Miðfirði þann 27. árið 1956. Frost var víða þá nótt og þær næstu, m.a. fór hiti niður í -0,4 stig í Reykjavík, ágústlágmarksmet á þeim bæ og næsta nótt á lágmarkshitamet ágústmánaðar á Akureyri, -2,2 stig.
Hæsti lágmarkshiti sólarhringsins sem við vitum um í ágúst er 19,5 stig - á Vatnsskarðshólum þann 11. 2004.
Að lokum spyrjum við hver sé hæsti lágmarkshiti ágústmánaðar. Í ágúst 2003 fór hiti aldrei neðar en 8,5 stig í Patrekshöfn á Patreksfirði og ekki heldur á Steinum undir Eyjafjöllum í sama mánuði (eða er e.t.v. sagt í Steinum?).
---
Þess má að sjálfsögðu geta að hungurdiskar halda upp á 7 ára afmæli um þessr mundir, um 1940 pistla á bloggi og fjölmarga þar að auki á fjasbókinni. Ritstjórinn er að vanda meyr á tímamótunum og fyllist efa um framhaldið - hvort halda eigi sömu leið, breyta á einhvern hátt um stefnu eða hreinlega hætta. Pistlarnir 1940 fylla nú 7 allstór bindi - vel á fjórða þúsund blaðsíður alls og hver sem er getur prentað út eða afritað.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 02:21 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.1.): 46
- Sl. sólarhring: 1135
- Sl. viku: 2717
- Frá upphafi: 2426574
Annað
- Innlit í dag: 44
- Innlit sl. viku: 2421
- Gestir í dag: 44
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Bestu þakkir fyrir allan fróðleikinn og ekki hætta.
Með bestu kveðju.
Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 22.8.2017 kl. 10:52
Bestu hamingjuóskir með áfangann. Það er eins með þína snilld og hljómlistamanns,maður klappar hann upp þá kemur e.t.v.eitthvað nýstárlegt.
Helga Kristjánsdóttir, 22.8.2017 kl. 21:05
Þú ert nú bara rétt að byrja á þessum frábæru veðurpistlum þínum og engin ástæða til að láta þar deigan síga, enda þótt þú sért hugsanlega kominn á ellilífeyrisaldurinn, Trausti.
Þorsteinn Briem, 22.8.2017 kl. 22:44
Í landi þar sem eru til meira en hundrað heiti á mismunandi vindi, má svona bloggsíða ekki leggjast af. Hafðu heiður fyrir hana.
Ómar Ragnarsson, 23.8.2017 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.