Skyldum við fá að njóta?

Reiknimiðstöðvar gera ráð fyrir því að hlýtt loft heimsæki okkur í vikunni. Hlýindin eru þó til þess að gera meiri í efri hluta veðrahvolfs og á miðhæðinni heldur en neðar. En það er þó aldrei að vita nema að við fáum þó að njóta þeirra á einhvern hátt. 

w-blogg210817a

Hér má sjá spá evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir síðdegis á miðvikudag (23. ágúst). Heildregnu línurnar afmarka þykktina, en litir sýna hita í 850 hPa-fletinum. Í dag, sunnudag, var þykktin yfir miðju landið 5440 metrar, 120 metrum lægri en hér er spáð. Að öðru ætti hámarkshitinn á landinu á miðvikudag því að vera 5 til 6 stigum hærri en hann var í dag, eða 23 til 24 stig. 

Slíkar tölur eru þó e.t.v. fullbjartsýnar - margt þarf að ganga upp til að „ná hitanum niður“ úr háloftunum. Svo þyngist nóttin óðum í taumi - sé veður bjart kólnar mikið í neðstu lögum og tíminn sem sól hefur til að hreinsa þann kulda úr lofti styttist með hverjum deginum. Til að ná hitinn verði sem hæstur þarf helst að vera einhver blástur og skýjað veður að nóttu - síðan létti vel til - en hóflegur blástur af landi haldi áfram - þá blasa 25 stigin við. 

En svo gæti auðvitað farið þannig að vindur verði hægur af hafi um land allt - það verði alveg sólarlaust og landshámarkið ekki nema 16 stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg230424
  • Slide10
  • Slide8
  • Slide6
  • Slide5

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 362
  • Sl. viku: 1831
  • Frá upphafi: 2350567

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 1634
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband