Tilfærsla veðurkerfa

Nú gera spár ráð fyrir nokkurri hliðrun á veðurkerfum. Hún kemur vel fram á tíu daga meðalkortum evrópureiknimiðstöðvarinnar.

w-blogg270717a

Hér má sjá hina almennu stöðu síðastliðna tíu daga. Háloftahæðarhryggur fyrir austan og norðaustan land og mikið lægðasvæði við Baffinsland. Jafnhæðarlínur 500 hPa-flatarins eru heildregnar, en hæðarvik sýnd í litum, neikvæð blá, jákvæð bleik. Þetta er dæmigerð hlýindastaða á hvaða tíma árs sem er - sérstaklega þar sem vindur stendur af landi. Ástandið í 5 km hæð segir þó lítið um stöðu sjávarlofts sem getur ráðist inn á land og haldið hita í skefjum. 

Næstu daga eiga að verða mikil umskipti - hæðin á að hrökkva til vesturs (er reyndar þegar farin af stað) - en mikið lægðasvæði mun þá setjast að fyrir suðaustan land.

w-blogg270717b

Kortið sýnir spá fyrir næstu tíu daga. Hæðarhryggurinn á að meðaltali að sitja nærri Grænlandi - býsna stór vik þar - en sérlega mikil neikvæð vik við Bretland. Þetta þýðir mikið leiðindaveður þar um slóðir og inn á meginlandið þar austan við. Hér á landi kólnar talsvert - en allmargir góðir dagar ættu þó að sýna sig um landið sunnanvert. Nyrðra verður kuldalegra veðurfar - þó ekki sé spáð neinum sérstökum kuldum þar verða viðbrigðin eftir undangengna viku mikil. 

En þetta er auðvitað meðalkort - og spá þar að auki - einstakir dagar sýna annan svip og spár bregðast oftast þegar frá líður. Ef þetta er rétt er margra góðra daga að vænta í innsveitum Grænlands - og þar hefur hiti reyndar nú þegar komist í meir en 20 stig allra síðustu daga rétt eins og hér á landi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • Slide10
 • Slide8
 • Slide6
 • Slide5
 • Slide4

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.4.): 60
 • Sl. sólarhring: 439
 • Sl. viku: 1824
 • Frá upphafi: 2349337

Annað

 • Innlit í dag: 48
 • Innlit sl. viku: 1640
 • Gestir í dag: 48
 • IP-tölur í dag: 47

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband