Hár hiti

Á fimmtudaginn, þann 20. júlí, mældist hámarkshiti á Végeirsstöðum í Fnjóskadal 25,9 stig. Þetta er hæsti hiti til þessa á landinu á árinu og reyndar sá hæsti síðan 21. júlí 2013, en þá mældist hámarkið 26,4 stig í Ásbyrgi. Jafnhlýtt og nú (25,9 stig) varð í Veiðivatnahrauni 4 dögum síðar (hæsti hiti sem nokkru sinni hefur mælst á hálendinu). Á árunum 2014, 2015 og 2016 fór hiti hér á landi aldrei í 25 stig. - Í dag, laugardag 22. júlí, mældust svo aftur 25,0 stig á Végeirsstöðum. 

Tuttuguogfimmstigahiti er ekki algengur hér á landi - en „þurrkkaflarnir“ hafa þó oftast verið styttri en nú (fjögur ár). Þarf að fara meir en fjóra áratugi aftur í tímann til að finna jafnlangan kafla eða lengri án 25 stiga. [1. ágúst 1968 til 23. júní 1974] - Hefði sjálfvirka stöðvanetið fundið einhver 25 stig þá sem við ekki vitum um? 

En svo er ákveðið vandamál - framleiðandi hólka þeirra sem verja hitaskynjara sjálfvirku stöðvanna fyrir sólargeislum segja að hitinn inni í þeim verði hærri en lofthitinn í sterku sólskini og blankalogni. Að því mun koma að fara verður skipulega yfir met sem sett eru á sjálfvirkum stöðvum með þennan hugsanlega ágalla í huga - og merkja þau. Svo vill til að blankalogn er ekki algengt hér á landi og glampandi sólskin ekki svo sérlega algengt heldur. Ekki er því ástæða til að ætla að áhrifanna gæti í meðalhita - en trúlega hefur það áhrif á met. En - höfum líka í huga að hefðbundin mælaskýli - af hvaða tegund sem er - hafa líka ýmsa ágalla þegar um met er að tefla - mælar í þeim geta sýnt bæði meiri eða minni hita en einhver „fullkominn“ (Platónskur?) lofthitamælir myndi hafa sýnt. Við verðum líka að hafa í huga að við getum lent í „ofstöðlun“ mælinga. Það verður aldrei komist hjá einhverjum málamiðlunum. 

Dagurinn í dag, laugardagur 22. júlí var langhlýjasti dagur ársins til þessa á landinu. Meðalhiti í byggð var 13,2 stig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Aldeilis Þægilegur hiti og gaman að heyra um hitamet á bænum þar sem hún amma min ólst upp. 

Helga Kristjánsdóttir, 23.7.2017 kl. 03:25

2 identicon

eru þá gömlu mælarnir bestir. eins og flest. nema ýmindun mannana um ææskudýrkun. man eftir gömlum sjálstæðismanni. se ég spurði hvað geingi á vegna sölu banka. svatð var ekki skama mig það er unga fólkið sem ræður í flokknum núna 10.árum seitna kom hrunið og unga fólkið í flokknum varð hissa eflaust er tausti að verða úreltur. en það gétur stundum verið gott að þekkja hvað skýin seigja manni en einblína ekkki bara a reiknistokkana.   

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.7.2017 kl. 07:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • w-blogg211224b
  • w-blogg211224
  • w-blogg121224
  • w-blogg111224a
  • w-blogg101224b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 16
  • Sl. sólarhring: 211
  • Sl. viku: 981
  • Frá upphafi: 2420865

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 862
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband