Miðsumar

Miðsumar nefnist fyrsti dagur „heyanna“ en sá er fjórði mánuður íslenska sumarsins að fornu tali, hefst ætíð sunnudag í 14. viku sumars sem að þessu sinni er 23. júlí. 

Við skulum nú líta á meðalhita í Reykjavík og á Akureyri fyrri hluta sumars, frá sumardeginum fyrsta til og með laugardags fyrir miðsumar á tímabilinu 1949 til 2017. 

w-blogg220717i

Í Reykjavík er meðalhiti fyrri hluta sumars í ár um 0,6 stigum ofan meðallags alls tímabilsins, en um -0,2 undir meðallagi síðustu tíu ára - enda um alveg sérlega hlýtt tímabil að keppa við. 

w-blogg220717ii

Fyrir norðan skera hlýindin 2014 sig nokkuð úr, en staðan í ár er alveg jafngóð og hefur verið í helstu gæðasumrum þar um slóðir fyrr á árum - rétt við 9 stigin eins og í Reykjavík, um 1,1 stigi ofan meðallags tímabilsins alls og um 0,6 stigum ofan meðallags sama tíma síðustu 10 árin. Fyrri hluti sumars 2015 var sérlega kaldur á Akureyri. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (17.4.): 437
 • Sl. sólarhring: 616
 • Sl. viku: 2530
 • Frá upphafi: 2348397

Annað

 • Innlit í dag: 389
 • Innlit sl. viku: 2222
 • Gestir í dag: 373
 • IP-tölur í dag: 357

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband