21.6.2017 | 20:38
Hitabylgjuvísir
Á dögunum (16. júní) var hér fjallað um árstíðasveiflu tíustigavísitölunnar. Við skrúfum nú mörk hennar upp í 20 stig og köllum hitabylgjuvísi. Vísir þessi hefur alloft komið við sögu hungurdiska - en í lagi að athuga árstíðasveiflu hans og sömuleiðis hvernig hann hefur staðið sig síðan síðast var á minnst (t.d. 26. júní 2012).
Fundið er hversu hátt hlutfall stöðva (á láglendi) mælir hámarkshita dags 20 stig eða meira. Hér er mælt í þúsundustuhlutum.
Fyrsta myndin sýnir meðalvísi einstakra almanaksdaga.
Blái ferillinn sýnir meðaltal sé miðað við sjálfvirku stöðvarnar, en sá rauði miðar við þær mönnuðu. Á sjálfvirku stöðvunum er miðað við 1997 til 2016 en á þeim mönnuðu farið aftur til 1949. Ástæða þess að blái ferillinn liggur ofar er einkum sú að sumur síðustu 20 ára hafa verið hlý miðað við það sem áður gerðist.
Að vori hefur hiti ekki farið yfir 20 stig fyrir 29. mars, og ekki eftir 26. nóvember að hausti. Merkingin á lárétta ásnum miðar við 15. hvers mánaðar. Við sjáum að tíðni 20 stiga hita tekur nokkurn kipp snemma í júní, og að hann er almennt langalgengastur síðari hluta júlímánaðar - eftir það fækkar tilvikum - og mjög mikið eftir miðjan ágúst.
Næsta mynd sýnir hæstu vísa einstaka daga. Rauði ferillinn (mönnuðu stöðvarnar) er oftast ofan við þann bláa. Langlíklegasta skýringin á því er mislengd tímabilana. Líkur á að hitta á mjög háan vísi vaxa með lengri tíma. Hefðum við gögn frá síðustu 200 árum yrði ferill sem byggðist á þeim enn ofar.
Við getum líka reiknað summu allra vísa einstakra daga heilu árin og borið saman. - Það höfum við reyndar gert áður hér á hungurdiskum.
Hér er það blái ferillinn sem sýnir gögn mönnuðu stöðvanna, en sá rauði þau sem byggjast á sjálfvirku stöðvunum. Við sjáum að stöðvakerfunum ber vel saman - hitabylgjurýr ár falla saman - og sömuleiðis þau hitabylgjugæfu.
Það er mjög áberandi hversu þessi öld og reyndar allur tíminn frá 1997 hefur lengst af verið hitabylgjugæfur miðað við það sem áður var. Á nýju öldinni er það einkum sumarið 2001 sem sker sig úr í rýrð ásamt því að síðustu tvö ár (2015 og 2016) hafa líka verið rýr hvað hitabylgjur snertir.
Ekkert vitum við enn um sumarið 2017 - nema hvað það hefur þegar safnað 450 stigum (í maí) - og að hiti hefur enn ekki náð 20 stigum á landinu í júní - en enn er von. Júnímánuður hefur ekki verið tuttugustigalaus á landinu síðan 1987. Það er sjálfsagt tilviljun, en maímánuður það ár var sérlega hitabylgjugæfur rétt eins og maí nú.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.11.): 194
- Sl. sólarhring: 439
- Sl. viku: 2348
- Frá upphafi: 2409992
Annað
- Innlit í dag: 162
- Innlit sl. viku: 2098
- Gestir í dag: 159
- IP-tölur í dag: 155
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
"tuttugustigalaus" er nokkuð flott orð, rétt eins og flest löng orð! Svona til að vera leiðinlegur (að venju?) þá eru nánast engar líkur á að 20 stigunum verði náð í mánuðinum, fyrst þau náðust ekki í dag (fyrir norðan) í suðaustanrokinu.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 00:16
Í fyrradag (þ.19.) fór hiti á mönnuðu stöðinni á Bláfeldi í 19,5 stig (en það er reyndar grunsamlegur aflestur). Að öðru leyti er mánuðurinn enn nítjánstigalaus - heill slíkur júnímánuður hefur ekki komið síðan 1961. Átjánstigalaus júní hefur ekki komið síðan 1890 (en þá var stöðvakerfið ansi gisið - og mánaðaútgildi vart sambærileg nútímamælinetinu).
Trausti Jónsson, 22.6.2017 kl. 01:34
I am looking for information about the 10 degrees isotherm. Where can be found how it runs through Iceland? How is it defined? "Average of less than 10 degrees in July": which years were counted in? And with global heating: will the geographical line of the isotherm be changed or will the border between Arctic and non-Arctic shift to 11 degrees isotherm? Who decides on this? All information is very welcome!
Inger Le Gué,
Seltjarnarnes.
Inger Le Gué (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 16:04
Inger: Maps showing the average temperature of the months of the year in Iceland are found at this link:
http://www.vedur.is/vedur/vedurfar/kort/manadarmedalhiti/
There you can see the 10 deg isotherm in July and other months. The reference period here is 1961 to 1990. A map using another period would be slightly different - but not much. In a warming climate the Arctic would slighty shrink in area - if this definition is used. - It is a convenient one - but completely arbitrary.
Trausti Jónsson, 22.6.2017 kl. 21:59
Hitinn á mönnuðu stöðinni á Bláfeldi, 19,5 stig, þann 19. er meira en grunsamlegur. Á sjálfvirka mælinum fór hitinn aldrei upp í 15 stig þann dag. Þetta er því álappalegra ef þetta skyldi verða skráður sem mesti hiti mánaðarins á landinu í mánaðarlok. Minnir að fleiri grunsamleg atvik hafi verið að gerast á Bláfeldi.
Sigurður Þór Guðjónsson, 24.6.2017 kl. 11:38
Sigurður: Tók eftir þessu á dögunum - trúlega verður tölunni útrýmt eins og vera ber. Mannaðar athuganir eru að syngja sitt síðasta.
Trausti Jónsson, 24.6.2017 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.