Tveir kuldapollar

Hér segir af tveimur kuldapollum. Annar er við norðurskaut en hinn vestur af Grænlandi.

w-blogg170617a

Myndin sýnir spá bandarísku veðurstofunnar um hæð 500 hPa-flatarins og þykktina á mánudagsmorgni 19. júní. Ísland er alveg neðst á myndinni, en norðurskautið nærri miðju. Jafnhæðarlínur eru heildregnar - þær segja til um vind og vindhraða, en þykktin er merkt í lit. Því meiri sem hún er því hlýrra er í neðri hluta veðrahvolfs.

Grænu litirnir þrír eru áberandi - hið eiginlega sumar ekki áberandi á kortinu. Að meðallagi er þykkt við Ísland um 5430 metrar á þessum tíma árs - ljósasti græni liturinn. - En spáin er í miðgrænu, um 60 metrum neðar en meðallag - hiti í neðri hluta veðrahvolfs um 3 stig undir meðallagi. - Ekkert sérlega skemmtilegt (en gæti verið verra). 

Rauðu örvarnar tvær benda á kuldapollana sem vísað er til í fyrirsögninni. Sá sem er fyrir vestan Grænland virðist vera á leið til austsuðaustur og síðar austurs. Hann mun á einn eða annan hátt ráða veðri hér á landi mestalla næstu viku. Þegar hann gengur inn á Grænlandshaf - á þriðjudag sé að marka spár - ryðst eitthvað hlýrra loft að okkur úr suðri (hiti gæti þá náð 20 stigum norðaustanlands í fyrsta skipti í mánuðinum) - en bara tímabundið - því kaldur kjarni pollsins heldur svo áfram til austurs í átt til okkar og loks framhjá skammt frá landinu. Reiknimiðstöðvar eru enn ekki alveg sammála um hversu leiðinlegt veðrið verður - en rétt að nota vel þær góðu stundir sem þó stinga upp kollinum við og við. 

Kuldapollurinn við norðurskautið er mun öflugri. Því hefur verið haldið fram (ekki endilega með réttu) að svona sumarpollar hafi verið óvenjualgengir á síðari árum. Þeir hringsóla um íshafið og nái þeir tímabundið í hlýrra loft verða til mjög djúpar lægðir. Eins og fjallað hefur verið um áður hér á hungurdiskum (við svipað tilefni) verja pollarnir ísinn á þessum árstíma - og svo lengi sem jaðarís  meðfram Síberíu hefur ekki bráðnað að marki. - En nái þeir sér á strik í ágúst eyða þeir ís. - Líklega eykur ástandið nú viðnámsþrótt þess þunna íss sem liggur yfir íshafinu (nema að hann sé að bráðna að neðan eins og sumir halda fram - margir óvissuþættir í því dæmi öllu). 

En þessi kuldapollur á að lifa áfram - kannski þar til honum verður beinlínis sparkað út af vellinum (vonandi ekki til okkar). Varlegt er að trúa spám mjög langt fram í tímann - þær eru oftast vitlausar - en skemmtiefni er í þeim að finna. Síðasta spáruna evrópureiknimiðstöðvarinnar býr t.d. til 959 hPa lægð við norðurskautið eftir rúma viku. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vetrarlægð eftir rúma viku! Eru einhverja líkur á að hún stefni í áttina til Íslands - og komi yfir landið eða nálægt því og stjórni þannig veðrinu hér?

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 18:31

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ekki þessi ákveðna lægð - hún er langt í burtu - og enn sem komið er aðeins skemmtiatriði á tjaldi evrópureiknimiðstöðvarinnar. Ýmis leiðindi önnur eru líklegri.

Trausti Jónsson, 17.6.2017 kl. 20:38

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gat nú verið kuldabolar út um allt.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2017 kl. 03:33

4 identicon

eiginlega er þettað mjög hagstætt miðað við árstíma.var svolítið leingi að finna ísland en með hjálp trausta hafðist það. en átta mig ekki alveg á hæðinni yfir grænlandi í atlanshafspá veðurstofu þó hún sé ræfilsleg 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 18.6.2017 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • w-blogg211124a
  • w-blogg181124a
  • w-blogg151124c
  • w-blogg151124b
  • w-blogg151124a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 881
  • Sl. viku: 2330
  • Frá upphafi: 2413764

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 2149
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband