Eiginlega án fyrirsagnar

Sökum flutninga og breytinga á ritstjórnarskrifstofum hungurdiska er nokkur hiksti í framleiðslunni þessa dagana. Lesendur beðnir velvirðingar á því ástandi (sem vonandi lýkur einhvern tíma). 

Á þessum árstíma er mjög hlýtt í Pakistan og á Indlandi - á Indlandi er hlýjasti tími ársins venjulega rétt áður en sumarmonsúninn nær undirtökunum. Hlýindi þessi sjást mjög vel á korti dagsins sem bandaríska veðurstofan sýnir okkur. Útlínur Suður-Asíu ættu að sjást ef vel er að gáð. 

w-blogg280517a

Það er á vorin sem vestanvindabeltið yfirgefur Himalajafjöll og Tíbet - hörfar til norðurs og hitabeltið sækir til norðurs. Á milli beltanna tveggja ríkir mikið niðurstreymi og verður veðrahvolfið mjög hlýtt. Meginland Asíu nær aðeins að snúa upp á hringrásina þannig að á Indlandi og þar austan við nær vindur að blása af hafi - um síðir - og hitabeltisregnið nær þangað - en vestar sleppir niðurstreymið ekki völdum sínum.

En hér er þykktin meiri en 5940 metrar þar sem mest er - dægurhámörk geta þá farið í 45 til 50 stig, jafnvel rúmlega það - þrátt fyrir gríðarlegt varmatap í heiðríkju yfir þurri jörð að næturlagi - eins gott að búa ekki við örstuttar nætur undir slíkri ofurþykkt. 

Rauða örin bendir á hitabeltislægð á Bengalflóa - slíkar lægðir þekkjast á kortum sem þessum sem litlir hringlaga blettir þar sem þykktin er meiri heldur en umhverfis. Í blettunum er þykktinni haldið uppi með dulvarmalosun og miklu úrfelli. 

Everestfarar nýta sér tímann á milli vestanvinda og monsúns, þá eru skárri líkur á sæmilegu veðri en áður og eftir. - Annars mun það nokkuð misjafnt hvenær best er að reyna göngur á fjöllin á þessum slóðum - vestar - þar sem áhrif monsúnsins eru minni en við Everest kvu oftast vera beðið lengur fram á sumarið. Minnir t.d. að K2-farar reyni helst í júlílok. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg100925c
  • w-blogg100925b
  • w-blogg100925a
  • w-blogg080925vb
  • w-blogg080925va

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.9.): 153
  • Sl. sólarhring: 323
  • Sl. viku: 1209
  • Frá upphafi: 2497127

Annað

  • Innlit í dag: 143
  • Innlit sl. viku: 1058
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband