Smávegis um illviđratíđni

Mjög dregur úr tíđni illviđra á vorin - sé miđađ viđ vindstyrk veđranna. Illviđratalningar eru nokkuđ erfiđar - alltaf álitamál hvađa daga telja skuli međ. Ritstjóri hungurdiska hefur löngum notađ tvćr skilgreiningar - sem ná til landsins alls. Ekki getur hann haldiđ ţví fram ađ ţćr séu réttastar eđa bestar. 

Sú fyrri (t1) segir ađ dagur nái máli komist mesti 10-mínútna vindur sólarhringsins einhvern tíma í 20 m/s á fjórđungi veđurstöđva á landinu. Engin krafa er gerđ um ađ ţessi mikli vindur standi lengi. Sú síđari (t2) ađ dagur komist međ í skrána sé sólarhringsmeđalvindur í byggđ á landinu 10,5 m/s eđa meiri. - Oft hefur veriđ minnst á ţessar skilgreiningar áđur hér á hungurdiskum - og ţađ sem hér fer á eftir verđur ađ mestu ađ flokkast undir endurtekiđ efni. 

Viđ gćtum tengt t1-skilyrđin viđ snerpu, en t2 viđ úthald. 

Báđar skrárnar ná aftur til 1949 og út áriđ 2016. Á ţessu tímabili náđi 791 dagur t1-mörkunum, en 715 t2-mörkum. Tvöfaldir dagar (uppfylla bćđi skilyrđi) voru 510. 

Nú má telja hvernig dagar ţessir dreifast á mánuđi ársins. Ţađ sýnir myndin hér ađ neđan.

w-blogg200517a

Bláu súlurnar sýna tíđni snerpuveđra (t1), en ţćr brúnu úthaldsveđrin (t2). Til ađ viđ getum séđ veturinn í heild nćr línuritiđ til 18 mánađa, byrjar á janúar lengst til vinstri og endurtekur hann til hćgri viđ miđja mynd. 

Tölurnar á lóđrétta ásnum sýna tíđni illviđradagana í prósentum. Febrúar er greinilega illviđrasamasti mánuđur ársins - sé miđađ viđ snerpuveđrin (t1), meir en 8 prósent febrúardaga flokkast međ illviđrum, um 12. hver dagur ađ jafnađi. Aukning veđranna á haustin er hćgari heldur en fćkkunin síđla vetrar - hún er mjög hröđ. 

Munur á janúar- og febrúartíđni úthaldsveđranna (t2) er ekki mikill, janúar hefur ţó vinninginn. 

Ef viđ förum í saumana á smáatriđum sjáum viđ ađ úthaldsveđrin (t2) eru tíđari en hin á vorin, bćđi í apríl og maí. Sömuleiđis er munur á tíđni ekki mikill á haustin. 

Ţessi mynd sýnir vel hversu miklu illviđrasamara er á vetrum en ađ sumarlagi hér á landi. Illviđratíđni í maí er vel innan viđ 1 prósent, ţađ er ađeins 3. til 4. hvert ár sem dagar ná máli í ţeim mánuđi. 

Viđ skulum líta á ađra mynd.

w-blogg200517b

Hér hefur áttum veriđ skipt, viđ teljum norđvestan-, norđan-, norđaustan- og austanáttir saman, (og köllum norđlćgar), en hinar áttirnar fjórar suđlćgar. 

Veturinn sker sig mjög úr í samanburđi áttflokkanna, sérstaklega ţó febrúar. Grćnu súlurnar sýna mismun á tíđni suđlćgra og norđlćgra illviđra. Ţau norđlćgu eru algengari en hin í apríl, október og nóvember (mismunurinn neikvćđur). 

Í maí er tíđni norđanveđra tvöföld á viđ sunnanveđratíđnina. - Versta veđur (hvađ vind varđar) sem vitađ er um á landinu í maí var ţó vestanveđur. - Viđ rifjum ţađ vonandi upp fljótlega. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg241019b
 • w-blogg231019a
 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (24.10.): 34
 • Sl. sólarhring: 722
 • Sl. viku: 1839
 • Frá upphafi: 1843398

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 1614
 • Gestir í dag: 25
 • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband