Í leit að vorinu 7

Í síðasta leitarpistli (sem allir hafa nú gleymt) vorum við langt uppi í heiðhvolfi. Nú svífum við niður í veðrahvolf - fyrst niður undir 5 km, en síðan niður undir jörð.

Við sáum að í 22 km hæð skiptir um vindátt í kringum sumardaginn fyrsta, vestanátt víkur þá fyrir vindum úr austri. Austanáttartíðin stendur til höfuðdags. 

Niðri í veðrahvolfi heldur vestanáttin sér allt sumarið, en mjög dregur úr afli hennar. Það má sjá á næstu mynd.

Vestanátt í 500 hPa við Ísland árstíðasveifla

Lóðrétti ásinn vísar á bratta (vestanþáttar) þrýstisviðsins yfir Íslandi. Við látum lárétta ásinn ná yfir 18 mánuði til að allur veturinn (eða allt sumrarið) komist fyrir í einu lagi. 

Umskiptin á vorin eru mjög snögg. Styrkur vestanáttarinnar dettur þá snögglega niður í um helming þess sem var. Þetta gerist að meðaltali síðustu dagana í apríl. - Á móti er annað þrep síðla sumars, í síðustu viku ágústmánaðar. Segja má að vestanáttin fari beint úr vetri yfir í sumar. Aftur á móti eru haustþrepin tvö, það fyrra um höfuðdaginn, en það síðara fyrir miðjan nóvember. 

Eftir vetrarsólstöður dregur lítillega úr - kannski áhrif þess að heimskautaröstin dregur sig þá aðeins til suðurs yfir kaldasta tíma ársins - en kemur svo aftur til baka í febrúar. 

Niðri við jörð - er myndin allt önnur. 

Vestanátt í 1000 hPa við Ísland árstíðasveifla

Hér má sjá vestanþáttinn við 1000 hPa þrýsting (nærri sjávarmáli). Takið eftir því að tölurnar á lóðrétta ásnum eru neikvæðar - það þýðir að austanátt er ríkjandi, nema rétt yfir blásumarið frá því um miðjan júní og fram í ágústbyrjun þegar segja má að algjör áttleysa sé við landið. 

Austanáttin nær sér svo nokkuð snögglega aftur á strik um eða upp úr miðjum september. Við verðum að taka eftir því að þegar heimskautaröstin er upp á sitt besta að vetrarlagi blæs mest á móti henni í neðsta lagi veðrahvolfsins. Þetta er eitt megineinkenni íslensks veðurlags. Lægðir og önnur veðrakerfi ganga oftast til austurs og norðausturs um landið - ferð þeirra stjórnað af háloftavindum, en jafnoft fylgja ferðum þeirra austlægar áttir á landinu. - Og komi illviðri af vestri eru þau að jafnaði mun skammvinnari heldur en austan- og norðaustanveðrin. 

Pistillinn er lengri - mjög erfiðan afgang er að finna í pdf-viðhenginu og ættu sérlega áhugasamir að reyna að halda lestrinum áfram þar. - Einnig má þar (alveg aftast) sjá myndirnar í fullri upplausn. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 897
  • Sl. sólarhring: 1114
  • Sl. viku: 3287
  • Frá upphafi: 2426319

Annað

  • Innlit í dag: 797
  • Innlit sl. viku: 2953
  • Gestir í dag: 780
  • IP-tölur í dag: 718

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband