Sjávarhitavik á N-Atlantshafi um þessar mundir

Það er svosem lítið nýtt af sjávarhitavikum á Norðuratlantshafi að frétta - flest við það sama. Neikvæð vik enn á sveimi suðvestur í hafi - kannski ívið minnkandi - en jákvæð fyrir norðan. 

Ritstjóri hungurdiska ritaði nokkuð ítarlega um ástæðu neikvæðu vikanna í pistlum í maí 2016 og ætlar ekki að endurtaka það nú - þó fáir hafi lesið og enn færri muna - en minnir samt á að neikvæð vik af þessu tagi á þessu svæði hafa í fortíðinni átt sér mismunandi orsakir - eins og öll önnur vik.  

w-blogg200417c

Hitavik eru ekki eingildur mælikvarði á veðurfarsbreytingar, hvað þá umhverfisbreytingar almennt. Við getum ekki ráðið umfangi umhverfis- eða veðurfarsbreytinga með því að liggja á hitastillinum einum - þar að auki er sá hitastillir kvarðalaus (eða að kvarðinn er í besta falli ógreinilegur - þó við vitum með nokkurri vissu að upp þýðir upp og niður niður). Jú, það sakar kannski ekki að reyna - og væri ábyggilega til bóta á ýmsum sviðum - sé það gert falslaust vel að merkja (en á slíku virðist lítill eða enginn kostur). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg250525a
  • w-blogg180525a
  • w-blogg120525a
  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 163
  • Sl. viku: 1553
  • Frá upphafi: 2470698

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 1380
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband