16.4.2017 | 01:52
Aprílmánuður hálfnaður
Þegar aprílmánuður er hálfnaður er hiti á landinu ekki fjarri meðallagi. Í Reykjavík er talan 2,8 stig og er það 0.8 stigum ofan við meðaltal sömu daga 1961 til 1990, en -0.7 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Svipuð staða er á Akureyri, meðalhiti fyrri hluta apríl er nú 1,5 stig, +0,9 yfir meðaltalinu 1961 til 1990, en -0.7 undir meðallagi síðustu tíu ára.
En það er nokkur munur á landshlutum, hlýjast að tiltölu - miðað við síðustu tíu ár - hefur verið á Brúarjökli og í Sandbúðum, vikið á þessum stöðvum er +0,8 stig, en kaldast hefur verið á Þverfjalli þar sem hiti hefur verið -2,0 stig undir meðaltali.
Dagurinn í dag, 15. apríl, var nokkuð kaldur, landsmeðaltalið var -0,9 stig, en það er langt frá metum, sama dag 1951 var landsmeðalhitinn -6,1 stig og -5,9 stig 1963. Í Reykjavík var meðalhiti dagsins +0,7 stig, en köldustu almanaksbræður sem vitað er um í Reykjavík komu 1892 og 1951, meðalhiti var þá -5,3 stig, og hefur nærri 40 sinnum verið lægri en í dag.
Úrkoma hefur verið mikil um mestallt land í apríl, um tvöföld meðalúrkoma bæði í Reykjavík og á Akureyri, en langt frá meti á þessum stöðvum báðum. Sólskinsstundafjöldi hefur náð sér vel á strik í Reykjavík síðustu daga eftir daufa byrjun. Sólskin hefur nú mælst í 67,5 stundir og er það nærri meðallagi í fyrri hluta apríl. Í dag (þann 15.) mældust sólskinstundirnar 14,0 - það er ekki langt frá dægurmetinu 14,7 sem sett var 1936.
Árið, það sem af er, stendur sig vel hvað hita varðar, er í áttundahlýjasta sæti á 69-ára listanum í Reykjavík, í því sjöunda á Akureyri og fjórða austur á Dalatanga.
En það bólar ekki mikið á staðföstum vorhlýindum - frekar hið gagnstæða í spákortunum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 315
- Sl. sólarhring: 392
- Sl. viku: 2709
- Frá upphafi: 2411335
Annað
- Innlit í dag: 268
- Innlit sl. viku: 2335
- Gestir í dag: 252
- IP-tölur í dag: 249
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Nei, ekki er það félegt. Það stefnir í 6. kaldasta aprílmánuð síðan 1995.
Ég held að veðurvísindamenn þurfi aðeins að fara að endurskoða fullyrðingar sínar um ofurhlýnunina!
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 16.4.2017 kl. 08:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.