Greiðar leiðir

Leiðir lægða um Atlantshaf eru frekar greiðar þessa dagana. - En samt fer hver þeirra hjá með sínum hætti. Nokkrar hitasveiflur fylgja hverri lægð - og það er styttra í kalda loftið en það hlýja.

w-blogg120317a

Þetta kort sýnir hæð 500 hPa-flatarins og þykktina eins og evrópureiknimiðstöðin spáir henni síðdegis á þriðjudag 14. mars. Þá er mánudagslægðin komin hjá, en miðvikudagslægðin verður suður í hafi. Þessar lægðin báðar virðast ætla að fara sunnan við land. Vonskuveður er sunnan við þær - en mun skárra norðan við því langt er í mjög kalt loft sem hefði afl til að búa til norðaustan- eða norðanátt að ráði. 

En þar sem lægðirnar fara fyrir sunnan land - og ekki er nægilega mikið af köldu lofti til að búa til mikla norðanátt - er líklegt að áttin verði vestlæg sunnanlands í kjölfar lægðanna - og þar með hætta á snjókomu eða éljagangi. Norðanlands hlýtur að gera norðanátt með éljum einhverja dagana. 

Undanfarna viku dró mjög úr afli kuldapollsins mikla, Stóra-Bola. Hann er þó enn við góða heilsu og líklegt talið að honum aukist aftur ásmegin. - Veturinn er ekki búinn enn (enda ekki við því að búast).  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • w-blogg080525a
  • w-blogg070525b
  • w-blogg070525a
  • Slide8
  • Slide7

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 160
  • Sl. sólarhring: 242
  • Sl. viku: 1630
  • Frá upphafi: 2466001

Annað

  • Innlit í dag: 150
  • Innlit sl. viku: 1485
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 138

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband