18.2.2017 | 01:35
Smávegis af langvinnum hlýindum
Hlýindin eru mönnum ofarlega í huga, nú, föstudaginn 17. febrúar. Þau ekki langt frá toppi á bæði febrúarhitalistum (í 3. sæti af 143 í Reykjavík) sem og þeim sem sýna hita frá áramótum (í 2. til 3. sæti af 69 í Reykjavík). - En best stendur þó allur tíminn frá 1. október sig miðað við fyrri ár.
Meðalhiti þessa tímabils í Reykjavík er nú 4,1 stig - og virðist allgóður möguleiki á að það slái út meðalhita allra október til febrúartímabila frá upphafi mælinga. - Meðalhiti í október 2002 til febrúar 2003 var 3,5 stig í Reykjavík og sömu tölu má finna sömu almanaksmánuði veturinn 1945 til 1946.
Staðan á Akureyri og í Stykkishólmi er enn vænlegri, 3,5 stig á Akureyri frá 1. október nú, en ekki nema 2,2 í október 1941 til febrúar 1942. Í Stykkishólmi eru tölurnar 3,8 stig nú og 3,0 hæst áður, líka 1941 til 1942.
Þó heldur kaldara sé framundan - sé að marka spár - telur evrópureiknimiðstöðin samt að hiti verði um 2 stigum ofan meðallags áranna 1981 til 2010 næstu tíu daga.
Úrkoman er líka mikil - sérstaklega í Reykjavík þar sem summan frá 1. október er nú 639 mm. Fjögur tímabil frá 1. október til febrúarloka eiga hærri tölur, 2007 til 2008 með 698 mm, 1920 til 1921 með 685 mm, og 1924 til 1925 með 668 mm. Svo eiga Vífilsstaðir 731 mm sömu mánuði 1912 til 1913 - við vitum ekki hversu samanburðarhæfar þær mælingar eru.
En enn eru tíu dagar til mánaðamóta og fráleitt verður úrkomulaust þann tíma - sýnist að evrópureiknimiðstöðin sé að spá um 50 mm til mánaðamóta. Þó þær spár verði að teljast verulega óvissar er enn greinilega allgóður möguleiki á úrkomumeti.
Mjög snjólétt er á láglendi um þessar mundir, hvergi alhvítt í byggð í dag (föstudag 17.febrúar). Slíkir dagar hefa komið á stangli í febrúar á þessari öld - flestir 4 í sama mánuði árið 2006, en síðan þarf að fara aftur til 1972 til að finna nokkurn aldauðan dag í febrúar - þá voru alauðu dagarnir líka fjórir. Í febrúar 1965 voru þeir sex. Aftar komumst við ekki - daglegar snjóhuluupplýsingar frá eldri tíð eru af skornum skammti í stafrænum gagnagrunnum.
Vindur hefur nú verið sérlega hægur í marga daga - minni en 4 m/s á láglendi í fjóra daga í röð. Það er óvenjulegt og frá því sjálfvirka stöðvanetið komst á skrið er aðeins vitað um tvo hægari febrúardaga heldur en gærdaginn (fimmtudag 16. febrúar), þeir sýndu sig í febrúar 2005.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 30
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 2477
- Frá upphafi: 2434587
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 2201
- Gestir í dag: 27
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Sæll Trausti
Hvernig var veðurfar í jan, feb og mars, árið 1965? Í mynningunni voru janúar og febrúar það ár einstaklega hlýir en síðan snjóaði mjög mikið í mars, hér á SV horninu. Er þetta rétt munað hjá mér eða er ellin farin að segja til sín?
Gunnar Heiðarsson, 18.2.2017 kl. 08:24
Hiti í janúar 1965 var lítillega undir meðallagi, febrúar fádæmahlýr, en mars aftur á móti mjög kaldur (nema síðustu dagarnir - sem voru óvenjuhlýir). Það var mjög snjólétt - líka í mars.
Trausti Jónsson, 18.2.2017 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.