Nýtt febrúarlandshitamet?

Í dag (sunnudaginn 12. febrúar) var óvenjuhlýtt loft yfir landinu miðað við árstíma. Á hádegi var frostmark í 3500 metra hæð yfir Egilsstöðum - samkvæmt mælingu háloftakanna og í 3330 metra hæð yfir Keflavíkurflugvelli. - Þetta eru ábyggilega febrúarmet. 

Hlýindanna varð víða vart á veðurstöðvum og voru febrúarstöðvamet sett allvíða - sjá helstu tíðindi aftast í pistlinum. Einkennilegt er þó (og þó ekki svo einkennilegt) að hæstu tölurnar tvær komu af fjöllum. Önnur úr stöð á Brúðardal (á raflínuleið milli Fljótsdals og Reyðarfjarðar). Stöðin er í 300 metra hæð. Þar mældist hiti hæstur 17,8 stig. - Náði ekki Íslandsmeti, en samt trúleg tala.

En hámarksmælir á Eyjabökkum - í 650 metra hæð yfir sjó fór í 19,1 stig - en aðeins í 2 mínútur - laust fyrir kl. 14.

Á að trúa þessu?

Hámarkshiti og vindhviður 12. febrúar 2017 Eyjabakkar

Myndin sýnir hámarkshitamælingar á 10-mínútna fresti á Eyjabökkum í dag (súlur). Mesta vindhviða á 10-mínútna fresti er einnig sýnd (rauð strikalína). 

Þetta gæti allt saman verið rétt - loft í háloftum var nægilega hlýtt - „bara“ að ná því niður í skyndi. 

En við getum samt ekki gefið þessu fullkomið heilbrigðisvottorð hér og nú - spurningarmerkið í titli pistilsins verður því að standa um sinn. 

Febrúarhitamet voru sett á 17 stöðvum sem hafa athugað frá því fyrir aldamót - þar af einni mannaðri (Skjaldþingsstöðum). Áberandi var hversu mörg met á heiða- og fjallastöðvum eystra féllu. Hiti fór m.a. í 10,1 stig á Gagnheiði (949 m hæð) - nærri því eins hátt og hæst hefur nokkru sinni mælst í febrúar í Reykjavík (10,2 stig). Gagnheiðarstöðin er efst á heiðinni - mjög fjandsamlegur staður fyrir metavænt niðurstreymi - andstætt Eyjabökkum. 

Þeir sem nenna geta rifjað upp sex ára gamlan pistil hungurdiska um háan hámarkshita í febrúarmánuði - töflurnar auðvitað orðnar nokkuð úreltar - við endurnýjum þær síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Rakastig á Eyjabökkum komst niður í 20% í gær og niður í 22% á Brúaröræfum. Hver eru metin í því efni? Var að blogga um þetta. 

Ómar Ragnarsson, 13.2.2017 kl. 00:53

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Rakastig fór enn neðar á Eyjabökkum í dag - niður fyrir 20 prósent - sem líklega er rétt. En rakamælingar eru mjög ónákvæmar þegar orðið er svona þurrt - og mælar á flestum stöðvum illa kvarðaðir. Eldri vetrartölur undir 20 prósentum - og reyndar niður í 10 prósent eru þó til á þessum tveimur stöðvum sem þú nefnir - gætu verið réttar - eða ekki.

Trausti Jónsson, 13.2.2017 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a
 • w-blogg110424b
 • w-blogg110424b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.4.): 12
 • Sl. sólarhring: 150
 • Sl. viku: 1785
 • Frá upphafi: 2347419

Annað

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 1542
 • Gestir í dag: 12
 • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband