30.1.2017 | 21:48
Af dćgurmetauppskeru ársins 2016
Ritstjóri hungurdiska er enn ađ gera upp áriđ 2016 - í ţetta sinn er ţađ dćgurmetauppskeran. - Ţetta verđur ađ teljast nokkuđ nördalegt - og ađ miklu leyti endurtekiđ úr pistli sem birtist 21. janúar 2016 - en látum ţađ fljóta - tölur eru nýjar - og munur mikill á niđurstöđum áranna.
Í fréttum ađ utan er oft gert talsvert úr svonefndum dćgurmetum - hćsta eđa lćgsta hita sem mćlst hefur á einhverri veđurstöđ ákveđinn dag ársins. Ein og sér segja ţessi met lítiđ - en geta samt faliđ í sér skemmtileg tíđindi. Nú, hafi veriđ mćlt mjög lengi á stöđinni verđa ţessi tíđindi eftirtektarverđari. Svipađ má segja um mjög miklar metahrinur - daga ţegar dćgurmet falla um stóra hluta landsins.
Talning leiđir í ljós ađ alls féllu 4347 hámarksdćgurmet á almennu sjálfvirku stöđvunum hér á landi á árinu 2016 - séu ţćr stöđvar sem athugađ hafa í 5 ár eđa meira ađeins taldar međ. Lágmarksmetin urđu hins vegar ađeins 1871. Hlutfall hámarks- og lágmarksmeta mjög ólíkt ţví sem var áriđ 2015. Ţetta hlutfall hlýtur ađ segja okkur eitthvađ? Rétt rúmlega 60 ţúsund dćgurmet hvorrar tegundar eru skráđ alls á tímabilinu frá 1996 til 2016. - Ţađ sem flćkir máliđ er ađ stöđvum hefur fjölgađ - en viđ sjáum samt ađ hámarksmetin eru fleiri en búast hefđi mátt viđ - ef metafalliđ vćri alveg óháđ frá stöđ til stöđvar - og í tíma. Lágmarksmetin voru aftur á móti öllu fćrri 2016.
Áriđ var enda eitt ţađ hlýjasta á öllu tímabilinu.
Lítum nú á línurit sem sýnir hlutfall hámarksdćgurmeta af heildinni frá ári til árs.
Ađeins ţarf ađ doka viđ til ađ skilja myndina - lárétti ásinn sýnir ár tímabilsins. Lóđrétti ásinn til hćgri sýnir landsmeđalhita, ţađ gerir rauđstrikađa línan einnig. Hlýjust eru árin 2003, 2014 og nýliđiđ ár, en 2015 hins vegar ámóta kalt og árin fyrir aldamót.
Lóđrétti ásinn til vinstri sýnir hlut hámarksdćgurmeta af summu útgildametanna (hámarks og lágmarks). Hlutur lágmarksmetanna fćst međ ţví ađ draga frá einum.
Viđ sjáum ađ allgott samband er á milli hámarksmetahlutarins og landsmeđalhitans. Hámarkshitametin eru líklega fleiri ţegar almennt er hlýtt í veđri.
Eftir ţví sem árunum fjölgar verđur erfiđara ađ slá metin 60 ţúsund. Ţrátt fyrir ţađ er á ţennan hátt hćgt ađ fylgjast međ veđurfarsbreytingum. Skyndileg breyting á veđurlagi á hvorn veg sem er - nú eđa í átt til öfga á báđa bóga kćmi fram viđ samanburđ viđ hegđan metanna síđastliđin 20 ár. - En ţví nenna nú fáir nema útnörd - eins og ritstjóri hungurdiska - varla ađ slíkt eftirlit verđi í forgangi hjá ţví opinbera (ţrátt fyrir tal um veđurfarsbreytingar).
Viđ skulum líka líta á línurit sem sýnir samband hámarksmetahlutarins og landsmeđalhitans.
Lárétti ásinn markar hámarksmetahlutinn, en sá lóđrétti međalhitann. Punktadreifin rađast vel og reglulega í kringum beina línu - ţví fleiri sem hámarkshitametin eru miđađ viđ ţau köldu, ţví hlýrra er áriđ. Fylgnistuđull er 0,91. En viđ skulum ekki venja okkur á ađ líta alveg hugsunarlaust á dreifirit sem ţetta - athugum t.d. ađ hlutur hámarksmeta getur ekki orđiđ hćrri en 1,0. Skyldi áriđ ţegar landsmeđalhiti nćr 6,14 stigum verđa algjörlega lágmarksmetalaust? - eđa áriđ ţegar landsmeđalhitinn fellur niđur í 2,6 stig - skyldu ţá nákvćmlega engin hámarkshitamet verđa sett? -
Viđ ţurfum ekki ađ fara lengra aftur í tímann en til 1983 til ađ finna lćgri landsmeđalhita en 2,6 stig - og áriđ 1979 var hann ekki nema 1,8 stig. - Ţađ var ábyggilega ekki mikiđ um hámarkshitamet ţessi ár.
En fleira nördalegt kemur fram í metaskránum. Hvađa daga féllu flest dćgurmet? Viđ skulum svara ţví - forvitnin krefst ţess. - Í ljós kemur ađ dagarnir sem voru efstir á ţessum listum í pistlinum í fyrra (2015) misstu báđir hluta sinna meta til almanaksbrćđra ársins 2016 og féllu ţar međ af stalli. - Ađrir dagar hafa tekiđ viđ á toppnum.
Flest hámarksdćgurmet féllu samtímis á jóladag áriđ 2005, á 90 prósentum stöđvanna. Man nokkur nokkuđ frá ţessum degi? Varla, en hann er sum sé allt í einu orđinn merkilegur. Ţetta var fyrir tíma hungurdiskabloggsins.
Flest féllu lágmarksmetin 30. apríl 2013, á 92 prósentum stöđvanna. Um ţađ merkilega kuldakast fjölluđu hungurdiskar ítarlega - dögum saman - ţví kuldinn hélst í marga daga. Auđvelt er ađ fletta ţessum fróđleik upp - hafi einhver ţrek til. Sama hlutfalli, 92 prósentum náđi 6. mars 1998 - ţađ kuldakast muna eldri nörd.
Flokkur: Vísindi og frćđi | Facebook
Um bloggiđ
Hungurdiskar
Fćrsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annađ
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri fćrslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.