Hefði reiknast - hefði ekkert verið mælt - árgerð 2016

Hér kemur pistill sem er (nærri því) nákvæmlega eins og annar sem birtist á hungurdiskum 10. janúar í fyrra (2016) - nema hvað árið er nýtt og tölur hafa breyst.

Eftir hver áramót reiknar ritstjóri hungurdiska hver hitinn í Reykjavík hefði reiknast - ef allar hitamælingar á Íslandi hefðu fallið niður á árinu. Til þess notar hann tvær aðferðir - báðar kynntar nokkuð rækilega í fornum færslum á bloggi hungurdiska. Sú fyrri giskar á hitann eftir þykktargreiningu evrópureiknimiðstöðvarinnar - og notar til þess samband ársmeðalþykktarinnar og Reykjavíkurhitans undanfarna áratugi.

Þykkt ársins 2016 var með meira móti yfir landinu (hlýtt loft var ráðandi) - og segir að Reykjavíkurhitinn hefði „átt að vera“ 5,8 stig, en reyndin var 6,0 eða 0,2 stigum yfir giski. - 

Hin aðferðin notar stefnu og styrk háloftavinda og hæð 500 hPa-flatarins og er talsvert ónákvæmari heldur en þykktargiskið. Almennt er því hlýrra eftir því sem sunnanátt er meiri í háloftum, kaldara eftir því sem vestanátt er meiri og því hlýrra eftir því sem hæð 500 hPa-flatarins er meiri.

Háloftin giska nú á að ársmeðalhitinn í Reykjavík 2016 sé 5,4 stig. Háloftagiskið hefur nokkuð kerfisbundið skilað of lágum tölum síðan fyrir aldamót - ritstjórinn hefur giskað á (gisk-gisk) að orsökin geti verið ...

En 65 ára gagnasafn er í minna lagi til að hægt sé að draga víðtækar ályktanir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rangstaða þykktargreingarinnar-joke!

Helga Kristjánsdóttir, 30.1.2017 kl. 05:53

2 identicon

Fróðlegt. Þú segir Trausti að háloftin giski á að árið 2016 sé 5,4 gráður í Reykjavík og þá 0,6 gráðum undir því sem varð í raun. Er þetta lága háloftagisk bundið við Ísland eða á þetta við um stærra svæði? Eða á þetta frekar við um hlýju árin að þá sé giskið lengra frá raunveruleikanum en í meðalárum eða þeim köldu?  

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • w-blogg230325a
  • Slide15
  • Slide14
  • Slide13
  • Slide12

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 105
  • Sl. viku: 1338
  • Frá upphafi: 2455664

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1198
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband