Talsvert kólnar (að minnsta kosti í fáeina daga)

Svo virðist sem nú muni talsvert kólna - í nokkra daga að minnsta kosti. Við sjáum hugmynd evrópureiknimiðstöðvarinnar um stöðuna um hádegi á fimmtudag hér að neðan.

w-blogg090117a

Jafnþykktarlínur eru heildregnar. Þykktin yfir miðju landi á að vera 5040 metrar - 280 metrum lægri en hún var á hádegi í dag (mánudag 9. janúar). Þetta segir okkur að hiti í neðri hluta veðrahvolfs á að falla um 14 stig frá því sem var í dag. Tveggja stafa frost blasir við víða um land. - Við getum rifjað upp í framhjáhlaupi að það hefur ekki gerst síðan 6. desember 2013 að hámarkshiti sólarhringsins hafi hvergi náð upp fyrir frostmark á landinu öllu. 

En þessi kuldi (komi hann) á ekki að standa lengi - sé að marka spár (sem ekki er víst). Þykktarkort sunnudags 15. janúar lítur allt öðru vísi út.

w-blogg090117b

Hér er þykktin komin upp í 5420 metra - hefur aukist um 38 metra - eða um 19 stig. 

Þetta kuldakast mun færa hitann í mánuðinum nokkuð niður - þó hann hafi verið nokkuð hár þessa fyrstu viku ársins rúma hefur hann ekki verið í alveg hæstu hæðum eins og lengst af fyrir áramót. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allur er varinn góður! Þrír svigar um komandi kuldakast "(að minnsta kosti í fáeina daga)", eða "nokkra daga", "(komi hann)" og "(sem er ekki víst)"!

Mér sýnist nú nær öruggt að þessi spá standist því þessu hefur verið spáð nú í nokkra daga, spáin alltaf að verða eindregnari og nær okkur í tíma.

Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 10.1.2017 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

 • w-blogg250524b
 • w-blogg250524a
 • Slide10
 • Slide9
 • Slide11

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (27.5.): 5
 • Sl. sólarhring: 321
 • Sl. viku: 1845
 • Frá upphafi: 2357238

Annað

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 1724
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband