Ársmeðalhiti 2016 (án heilbrigðisvottorða)

Árið 2016 er liðið - það varð óvænt í baráttunni meðal hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Eins og þegar er fram komið varð það þó ekki í efsta sæti á landinu í heild. 

Meðalhitinn í Reykjavík varð 6,0 stig (6,00 fyrir þá sem vilja tvo aukastafi) og er þar með í 2. til 3. hlýjasta sætinu frá upphafi ásamt 2014 (5,99). Árið 2003 er situr enn að fyrsta sætinu, 6,1 stig (6,06). 

Á Akureyri endaði árið í 4,9 stigum (4,91) eða 4. til 5. hlýjasta sæti ásamt 1939, ofar eru 1933, 2014 og 2003. 

Í Stykkishólmi - en þar hafa mælingar verið gerðar lengst samfellt að kalla - náði árið 2016 hins vegar fyrsta sætinu, 5,5 stigum, 0,1 stigi ofan við 2003. Þessi tala (og hinar áðurnefndu líka) er án heilbrigðisvottorðs - en tíðindi engu að síður.

w-blogg010117

Ritstjóri hungurdiska óskar lesendum og öðrum velunnurum árs og friðar og þakkar jákvæð samskipti á liðnum árum. Hungurdiskar hafa nú lifað sex áramót - færslurnar orðnar 1819 - og enn skal hjakkað eitthvað áfram þó sjálfsagt fari risið lækkandi - pistlum fækkandi og meira og meira beri á endurteknu efni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár. Takk fyrir alla þessa fróðleiksaukandi pistla Trausti. Þetta er virkilega gaman fyrir þá sem áhuga hafa á veðri, enda sjaldan lognmolla í veðrinu á okkar landi. Endaspretturinn hjá nýliðnu ári var alveg einstakur og man ég varla eftir svona tíðarfari svo vikum skiptir eftir lok september. 

Hjalti Þórðarson (IP-tala skráð) 1.1.2017 kl. 08:54

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Bestu þakkir og hamingjuóskir til ritstjóra með færslurnar 1819-
og ánægjulegu nýju ári.


 

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2017 kl. 11:01

3 identicon

Gleðilegt ár - og kærar þakkir fyrir fróðlega og skemmtilega pistla á liðnum árum!

Finnbogi Óskarsson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 56
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 2503
  • Frá upphafi: 2434613

Annað

  • Innlit í dag: 50
  • Innlit sl. viku: 2224
  • Gestir í dag: 50
  • IP-tölur í dag: 44

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband