Eitt þriggja hlýjustu

Á landsvísu er árið 2016 eitt þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga hér á landi. Meðalhiti í byggð reiknast 5,0 stig, en reiknaðist 5,1 stig árin 2014 og 2003. Munurinn er ómarktækur. 

w-blogg301216

Meðalhitaröðin nær hér aftur til 1874 - er töluverðri óvissu undirorpin fyrstu 50 árin, en batnar síðan smám saman. Ekki er sérstök ástæða til að efast um hlýindin fyrir um 80 árum. Þá fór hæsta 10-ára meðaltalið í 4,1 stig - fyrst 1928 til 1937, en er nú 4,4 stig. Munurinn tæplega marktækur - en samt. 

Sé litið á tímabilið allt virðist hiti hafa hækkað um ríflega 1,1 stig á öld - en eins og venjulega hafa leitnireikningar ekkert gildi sem spár. Varla er ástæða til að búast við öðru en að við munum halda áfram að sjá stórar ára- og áratugasveiflur áfram - sem fyrr.

Eins og oft hefur verið fjallað um hér á hungurdiskum áður virðist staðbundinn breytileiki í hringrás lofts við Norður-Atlantshaf (vindáttir og þrýstimynstur) ráða ríflega helmingi breytileikans frá ári til árs - áratugasveiflur eru óskýrðar að mestu (þó ekki alveg) - en almenn hnattræn hlýnun getur skýrt heildarleitnina - að öllu eða að einhverju leyti. Við vitum hins vegar ekki hvar á kvarðanum við liggjum nú - hvert er vægi hagstæðrar áratugasveiflu og hvert er vægi hnattrænnar hlýnunar í þeim hlýindum sem við höfum búið við að undanförnu. - Sveiflan mikla milli áranna 2014, 2015 og nú 2016 er að miklu leyti skýranleg af vindáttum og loftþrýstimynstri. - Höfum samt fyrirvara með árið 2016 - ritstjórinn hefur enn ekki reiknað hringrásarþátt hlýinda þess, en gerir það vonandi um síðir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta, Trausti.
Ekki veit vesalingur minn hversu mikill mælikvarði frost í jörðu er á tíðarfar, en í Skagafirði skilst mér að á láglendi sé frost í jörðu nær ekkert eða ekkert. Afkastamikill verktaki á sviði jarðvinnu hefur verið að ljúka við að plæga og grafa niður ljósleiðara í sveitum þar og hefur látið hafa eftir sér á fésbókinni að við verklok í gær (29.12.2016) hafi ekki nokkur frostskán verið þar sem þeir félagar voru að vinna síðast. Þá var reyndar ekki snjór á jörðu heldur, en það breyttist víst í nótt.

Óska svo þér og þínum alls góðs á nýju ári.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 30.12.2016 kl. 12:02

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Þakka góðar óskir Þorkell og vonandi verður árið 2017 þér og þínum hagstætt.

Trausti Jónsson, 30.12.2016 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 134
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband