16.12.2016 | 01:55
Enn ekkert lát á hlýindum
Desember hálfnaður (rétt tæplega) og er enn á toppnum á hlýindalista Reykjavíkur (nær aftur til 1871), meðalhitinn það sem af er stendur í 6,2 stigum, 0,5 stigum ofan við sama tíma 1978 - sá mánuður endaði þó mun neðar á listum því síðasta vikan var mjög köld (ekkert vitum við hvernig fer með þá viku nú - en það kemur í ljós). Á Akureyri er meðalhitinn 4,5 stig - nær ekki alveg toppsætinu.
Meðalhitinn er hæstur á Steinum og í Hvammi undir Eyjafjöllum, 7,2 stig og 7,0 stig í Surtsey og við Blikdalsá á Kjalarnesi. Að tiltölu (víkur mest frá meðallagi) hefur verið hlýjast í Möðrudal, +7,9 stigum ofan meðallags. Minnst er vikið í Seley, +3,6 stig.
Úrkoma er víðast hvar ofan meðallags en þó enn langt frá metum á flestum stöðvum. Í Reykjavík hefur hún mælst 59,8 mm, rúm 40 prósent umfram meðallag og stendur í 27. sæti á magnlistanum. Mest var hún sömu daga 1995, 129,0 mm. - Það er athyglisvert að í hlýindunum á sama tíma 1978 var úrkoman aðeins 8,3 mm - hlýtt og þurrt þá - heldur óvenjulegt á þessum árstíma.
Fyrir norðan er úrkoma í rétt slöku meðallagi, 22,4 mm á Akureyri.
Sólskinsstundir eru sárafáar í Reykjavík það sem af er, aðeins 0,4. Fimm bræður eru þó að nafninu til neðar á listanum (ómarktækt auðvitað). Ekkert sólskin mældist sömu daga 1930, 1945, 1957 og 1987 - og 0,3 árið 1929). Árið 2010 voru sólskinsstundirnar orðnar nærri 20 eftir fyrstu 15 daga mánaðarins.
Árið er enn með í toppbaráttunni í hlýindunum - nú í 2. til 4. sæti á 68-ára listanum í Reykjavík - en eldri keppendur á toppnum eru 1939 og 1941 - en enn eru 16 dagar eftir til áramóta, 4,4 prósent ársins - sem getur munað um þegar svo naumt stendur.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 01:57 | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 29
- Sl. sólarhring: 131
- Sl. viku: 2476
- Frá upphafi: 2434586
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 2200
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.