Hér áður fyrr á árunum ...

Hér áður fyrr á árunum hefði mynd eins og þessi sem hér fylgir vakið óróa í huga ritstjóra hungurdiska (ungum á næturvakt) - en nú segir evrópureiknimiðstöðin mönnum bara að taka hlutunum með ró. 

avhrr_nat_ir_20161211_2300

Fyrri lægðin (sú sem er rétt sunnan við Ísland) muni fara hjá að miklu leyti - en sú síðari (brúskurinn neðst á myndinni) fari líka hjá - svona að mestu líka - en vestan við land. - Myndin er af vef Veðurstofunnar og sýnir stöðuna frá innrauðum skynjara NOAA-gervihnattar kl. 23 að kvöldi 11. desember 2016. 

En - það er nú samt rétt fyrir þá sem eiga eitthvað undir veðri að fylgjast með þessum sveipum - og spám Veðurstofunnar en í texta þeirra er nú gert ráð fyrir stormi um tíma austanlands af völdum fyrri lægðarinnar - og að síðari lægðin verði ekki áhrifalaus heldur. 

Svo er - að sögn von á fleiri lægðum síðar í vikunni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Slide6
  • Slide5
  • Slide4
  • Slide3
  • Slide2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.7.): 86
  • Sl. sólarhring: 256
  • Sl. viku: 1876
  • Frá upphafi: 2483743

Annað

  • Innlit í dag: 80
  • Innlit sl. viku: 1697
  • Gestir í dag: 73
  • IP-tölur í dag: 73

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband