Af hlýjum nóvembermánuðum

Þó nóvember 2016 fari hlýlega af stað (þegar þetta er skrifað eru dagarnir orðnir 9) eru hlýindin samt ekki nægileg til þess að hann geti talist líklegur til meta - fyrir utan svo það að heldur kólnandi veðurs er að vænta í næstu viku (séu spár í lagi). 

En við spyrjum okkur samt hvaða nóvembermánuðir það eru sem hafa orðið hlýjastir hér á landi. 

Á landsvísu telst nóvember 1945 hlýjastur - en hann á samt ekki hæstu tölurnar á stöðvalistanum - þær eru nýrri - úr þeim afburðahlýja nóvembermánuði 2014 (sem sumir muna e.t.v. enn). 

röðstöðármánmhiti nafn
1361322014117,12 Steinar
2361272014117,02 Hvammur
360122014117,01 Surtsey
4361322002116,93 Steinar
560452014116,87 Vatnsskarðshólar - sj
68011945116,82 Loftsalir
761342014116,72 Önundarhorn
87981945116,70 Vík í Mýrdal
98022014116,66 Vatnsskarðshólar
1060152014116,64 Vestmannaeyjabær
11353052014116,60 Öræfi
128151945116,53 Stórhöfði
13353052002116,51 Öræfi
147011958116,50 Horn í Hornafirði
157982002116,48 Vík í Mýrdal
16361272002116,45 Hvammur
176151993116,36 Seyðisfjörður
18201945116,33 Elliðaárstöð

Hæsta talan á mannaðri stöð er sú í 6. sæti - Loftsalir 1945 - og höfuðborgarsvæðið á sinn fulltrúa í 18. sæti. Meðalhiti nóvembermánaðar 1945 reiknast 6,3 stig þar. 

Hæsta talan í Reykjavík er 6,1 stig - líka í nóvember 1945. Á Akureyri var hins vegar hlýjast í nóvember 1956. Í viðhenginu er listi yfir hlýjustu nóvembermánuði á öllum stöðvum (eða nærri því öllum) - smáviðbit fyrir nördin. Þeir mánuðir sem skera sig helst úr með fjölda meta eru 1945, 1956, 1968, 1993, 2002 og 2014.  

Litirnir á kortinu hér að neðan sýna þykktarvik í nóvember 1945 - að mati endurgreiningar evrópureiknimiðstöðvarinnar - kannski ættum við bara að trúa þessu

era-20c_nat_gh500-mm_gh500-1000-mm_anom_194511

 - eða svona nokkurn veginn. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 265
  • Sl. viku: 2382
  • Frá upphafi: 2434824

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 2113
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband