Enn af hinum milda október

Nú eru ađeins tveir dagar eftir af ţessum merkilega október - ţađ má telja ljóst ađ bćđi hita- og úrkomumet verđa slegin. Úrkoman er ţegar komin upp fyrir hćstu eldri heildartölur mánađarins í Reykjavík og líklega verđa met slegin á fáeinum öđrum stöđvum.

Međalhitamet októbermánađar í Reykjavík er 7,9 stig - frá 1915, nćsthćsta talan er 7,7 stig (1959 og 1946). Október nú endar einhvers stađar á ţessu róli - vćntanlega ekki met - ţví talan nú er 7,94 og varla ađ hún haldist til loka - eitthvert fimm efstu sćtanna virđist tryggt.

Í Stykkishólmi er keppt viđ 1946 og 7.8 stig - međalhiti nú er 8.07 og enn möguleiki á meti. Á Akureyri erum viđ nú í 7,64 stigum - ţar stefnir í 2. sćtiđ - 1946 er á toppnum - en nokkuđ langt niđur í 1915.

Mćlt hefur veriđ í Grímsey frá 1874. Ţar stendur međalhitinn nú í 7.71 stigi, langt ofan viđ ţađ hćsta hingađ til, 7,0 (1946).

Á Egilsstöđum er talan nú 8,51 - svo langt ofan viđ nćsthćstu tölu ađ ótrúlegt er (6,4 stig, 1959) - en ekki var mćlt á Egilsstöđum 1946, 1915 og 1908.

Á Teigarhorni hefur veriđ mćlt frá 1873, hitinn ţar er nú í 7,96 stigum - töluvert ofan viđ eldri topp, 7,4 stig frá 1908 og 1915.

Stórhöfđi er í svipađri stöđu og Reykjavík, međaltal mánađarins til ţessa, 7,75 stig er nánast jafnhátt og hćstu tvö eldri gildi, 7,7 stig (1946 og 1915).

Miđađ viđ síđustu tíu ár er hitavikiđ víđast hvar meira en +3 stig. Ađ tilölu er hlýjast (stćrst jákvćtt vik) hefur veriđ á Ţeistareykjum (+5,1 stig) og á Nautabúi í Skagafirđi (+4,9), en minnst á Steinum undir Eyjafjöllum (+1,9 stig).

Mánađarmeđalhitinn er enn viđ 9,0 stig á Seyđisfirđi og 9,2 stig viđ Herkonugili á Siglufjarđarvegi - en sú tala ţarf nánari athugunar viđ.

Sólskinsstundir eru međ allra fćsta móti í Reykjavík - ţó ekki alveg á botninum. Loftţrýstingur nokkuđ hár - en ađ tiltölu mun hćrri austanlands en vestan - líklega einn af mestu sunnanáttaroktóbermánuđum allra tíma - en ritstjórinn gerir ţađ ekki upp fyrr en síđar. - Ţeir mánuđir voru tíundađir í fornum hungurdiskapistli.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

 • w-blogg160424b
 • w-blogg160424a
 • w-blogg120424c
 • w-blogg120424b
 • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (18.4.): 34
 • Sl. sólarhring: 422
 • Sl. viku: 2276
 • Frá upphafi: 2348503

Annađ

 • Innlit í dag: 30
 • Innlit sl. viku: 1993
 • Gestir í dag: 30
 • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband