20.10.2016 | 20:36
Sýndarlægð (?) fer hratt yfir landið
Ef til vill vafasamt orð sýndarlægð, en eitthvað verður að nota yfir eitthvað sem lítur út eins og lægðasveipur - er það ekki (?) - en er það samt. Modis-mynd frá því um kl.14 í dag (fimmtudag 20. október) sýnir sveipinn vel.
Hér er sýndarlægðin yfir Norðausturlandi, en kom upp að landinu milli kl. 10 og 11 í morgun, og var komin norður af skömmu eftir að myndin var tekin. Lesendur eru hvattir til að stækka myndina. Suðsuðvestanátt var ríkjandi í öllum hæðum (suðlægari þó við jörð vegna núnings) og bjó hún til bylgjuskýin sem eru greinileg alls staðar í við fjöll og í skjóli þeirra. Þessi lægri ský vita ekkert af sveipnum fyrir ofan. Háskýin eru mest yfir Vatnajökli og mynda gríðarmikinn skugga langt norður á Ódáðahraun.
Sveipir sem þessir sjást margir hverjir næsta vel á vatnsgufumyndum - og þessi sérlega vel.
Vatnsgufumynd þessi er tekin kl.9 í morgun þegar sveipurinn var rétt sunnan við land. Hann kemur fram sem svartur blettur - þar þrengir mjög þurrt loft sér niður úr heiðhvolfi. Yfir landinu, norðan jökla, er mikið straumstökk sem sést sem skörp hvít brún - (svart) niðurstreymi er sunnan stökksins, en í því rís loft að neðan (rakt) upp í samfelldum vegg allt upp undir veðrahvörf - og kembir svo norður af í enn meiri vindi.
Þegar sveipurinn kom inn yfir landið hreinsaði hann stökkstrókinn alveg burt. Á meðan þessi atburðarás átti sér stað urðu miklar sveiflur í loftþrýstingi á hálendisstöðvunum norðan jökla - en sýndarlægðarinnar varð lítt sem ekki vart.
Kemur nú að því sem illa sést - en sést samt ef vitað er að hverju er verið að leita.
Horfum aðeins á þetta kort. Það sýnir hæð 300 hPa-flatarins á hádegi í dag - landið er á miðri mynd. Einnig má sjá vind (hefðbundnar vindörvar) og hita (litir). Örin bendir á miðju sýndarlægðarinnar. Þar um kring er vindur mun minni en austan og vestan við - ekki nema um 15 m/s. Vindátt er svipuð yfir landinu öllu. Við vitum (af myndunum) að hraði sveipsins var um 20 m/s (70 km/klst). Ef við nú drögum hreyfihraða hans (og stefnu) frá öllum vindörvum í kringum landið kemur í ljós að frá sveipnum séð er norðanátt vestan hans - en sunnanátt austan við. Sveipurinn heldur að hann sé raunveruleg lægð og sýnir sig sem slíka.
Þessi sýndarlægð var háloftafyrirbrigði fyrst og fremst - en ámóta lægðir geta sýnt sig í öllum flötum - og hungurdiskar hafa nokkrum sinnum sýnt kort og/eða myndir af þeim. Það er t.d. furðualgengt að svona lægðir komi að landinu úr norðaustri - norðaustanátt allt um kring - en afhjúpi hringrás sína sé hreyfistefna og hraði dregin frá.
Hvað á að kalla lægð sem hefur enga þrýstimiðju - en samt eðlilega lægðarhringrás? Ritstjórinn kýs hér orðið sem notað hefur verið, sýndarlægð - þó nokkuð tilgerðarlegt sé.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Gott að það eru ekki mörg skip úti á miðunum.
Torfi Stefánsson (IP-tala skráð) 20.10.2016 kl. 22:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.