Hversu oft frýs að jafnaði fyrir veturnætur?

Fyrirsögnin var alla vega upphaflega spurningin. Þetta er „svaranleg spurning“ - en leti og (ímyndað) tímaleysi veldur því að ritstjórinn ætlar ekki að svara henni eins og hún er fram borin (hefur lært þá hegðan af stjórnmálamönnum). Valkostir í stöðunni voru aðallega tveir. Annars vegar að leggja vinnu í að svara nákvæmlega - en þá fyrir aðeins sárafáar veðurstöðvar - en hins vegar ónákvæmlega (dálítið „slump“) fyrir fjölmargar eða allar.

Síðari kosturinn varð fyrir valinu - reyndist ekki tímafrekur - og útkoman vonandi upplýsandi. Í stað þess að miða strangt við veturnætur var ákveðið að miða við 1. nóvember. Taldar voru frostnætur á tiltækum veðurstöðvum nær allan þann tíma sem daglegur lágmarkshiti fyrirfinnst í gagnagrunni Veðurstofunnar frá 1. ágúst ár hvert. 

Útkoman er í töflu í viðhenginu þar sem nörd og aðrir áhugasamir lesendur geta rúllað í gegnum listann. 

Taflan sýnir hversu marga daga (nætur) frost mælist að jafnaði á tímabilinu 1. ágúst til 31. október á veðurstöðvum landsins. Athugið að taflan er EKKI normuð - mismunandi ár liggja að baki - mishlý. Einnig eru nokkrir „draugar“ í töflunni - sérstaklega dálkinum sem sýnir „fæsta“ daga - fáeinar stöðvar byrja athuganir í október og eru þau ár EKKI numin á brott. Stöðvar sem athugað hafa stutt eru ólíklegri til að hafa séð afbrigðileg ár, köld eða hlý.

Lítum hér á toppinn á töflunni - til skýringar.

stöðfrostd.fjflestirfæstirárafj nafn
697545,9653220 Sandbúðir
263644,9633220 Þverfjall
427543,7633120 Gagnheiði
305443,1622916 Sáta
89240552439 Hveravellir
582539,1602710 Brúaröræfi
677637,7582612 Hágöngur
674837,6552319 Setur
483037,5552112 Möðrudalur
693536,6601214 Hveravellir

Stöðvarnúmer er í fremsta dálki - mönnuðu stöðvarnar eiga lægra númer en þúsund, vegagerðarstöðvar hærri en 30 þúsund. - Næsti dálkur sýnir frostdagafjöldann - frostnóttafjölda kjósi menn heldur að nota það orð. Heildardagafjöldi tímabilsins alls er 92.

Þriðji dálkurinn sýnir hversu margir dagarnir hafa orðið flestir sama árið - og sá fjórði sýnir lægstu töluna. Varasamt er að raða eftir þessum dálkum - stöðvar sem aðeins hafa athugað í fá ár eru líkleg til að hafa ekki gengið fram á þau afbrigðilegu. Að auki þekkja margar stöðvar ekkert annað tíðarfar en hlýindi þessarar aldar - sem skila eitthvað öðrum tölum en kuldaskeiðið. - Að vísu hefur október (sem mestu ræður í töflunni) ekkert verið sérlega hlýr - frekar líkur kuldaskeiðsoktóbermánuðum. Sú tilviljun (?) eykur samanburðargildi töflunnar.

Síðasti talnadálkurinn telur árin - hér þarf að hafa í huga að fáeinar stöðvar byrja athuganir í október - þau ár hafa ekki verið hreinsuð út úr töflunni og hafa áhrif á nokkrar lágmarkstölur hennar - hafið það í huga. 

Þetta eru allt hálendis- og fjallastöðvar - utan ein í byggð, Möðrudalur á Efra-Fjalli. Í Sandbúðum frýs aðra hverja nótt á tímabilinu, rösklega þriðju hverja í Möðrudal. Mannaða stöðin á Hveravöllum (892) gefur meðaltalið 40,0 daga, en sú sjálfvirka 36,6 daga. Kannski er hér um að ræða „dæmigerðan“ mun á hlýskeiði og kuldaskeiði - sjálfvirka stöðin sá ekkert af kuldaskeiðinu - en sú mannaða lítið af hlýindunum (ekki heldur fyrri hlýindum - fyrir 1965).  

Við lítum líka á neðsta hluta töflunnar.

stöðfrostd.fjflestirfæstirárafj nafn
6704,68113 Núpur
60174,511112 Stórhöfði
8154,118164 Stórhöfði
361324,112119 Steinar
356663,511115 Hvalnes
57773,49118 Papey
14533,27120 Garðskagaviti
59883,27116 Vattarnes
358802,8527 Streiti
59932,65120 Seley
60121,5217 Surtsey

Surtsey er á botninum - hefur að vísu aðeins athugað í 7 ár (það er lágmarksfjöldi ára í töflunni), frostnætur fáar. Síðan koma stöðvar við Austfirði: Seley, Streiti og Vattarnes, Garðskagaviti skýst inn á milli, en þar fyrir ofan eru Papey og Hvalnes. Sjálfvirka stöðin á Stórhöfða er með meðaltalið 4,5 daga, en sú mannaða 4,1 dag - munum að mannaða stöðin á hér miklu fleiri ár (64) heldur en sú sjálfvirka (12). Stöðin Núpur er á Berufjarðarströnd - skammt frá Streiti. 

En taflan öll (321 stöð) er í viðhenginu. Þar sést ýmislegt athyglisvert ef vel er að gáð og mætti margt um þau smáatriði og röðun segja. 

Í lok mánaðar verður auðvelt að athuga hvernig hin góða tíð að undanförnu kemur út í samanburði. Enn hefur frost ekki mælst á fjölda stöðva - og þar sem það hefur mælst eru frostnætur færri en oftast áður, í Sandbúðum er talan nú t.d. 23 og þótt 13 dagar gætu enn bæst við til mánaðamóta og talan þá komist upp í 36 er ólíklegt að hún geri það. Lágmarksfjöldinn í Sandbúðum hingað til er 32 - eftir athuganir í 20 ár - það met er klárlega í hættu.  

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég vissi það! Þú hefðir líka sómt þér vel í pólitíkinni.

Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2016 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • w-blogg160424b
  • w-blogg160424a
  • w-blogg120424c
  • w-blogg120424b
  • w-blogg120424a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 111
  • Sl. viku: 1496
  • Frá upphafi: 2348741

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 1302
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband