Septemberhámörk - nokkrir nördamolar

Hiti hefur fjórum sinnum náð 25 stigum hér á landi í september. Hæsta talan er 26,0 stig og mældist á Dalatanga 12. september 1949. Þennan sama dag fór hiti víða í meir en 20 stig. 

Í viðhenginu er listi yfir hæsta septemberhita á öllum veðurstöðvum - athugið að hann er settur saman til gamans - en ekki sem ívitnanleg heimild. 

Meðalhiti á veðurstöð hefur aldrei náð 12 stigum í september - taflan sýnir hæstu meðaltölin - með 2 aukastöfum (í keppnisanda - en ekki endilega til eftirbreytni).

röðármánhám nafn
11958911,67 Elliðaárstöð
11958911,67 Andakílsárvirkjun
31941911,58 Akureyri
32006911,58 Steinar
51939911,57 Elliðaárstöð
61958911,53 Loftsalir
71996911,51 Seyðisfjörður
81941911,50 Víðistaðir
91958911,50 Víðistaðir
91941911,50 Vík í Mýrdal

Stöku sinnum ber það við að september er hlýjasti mánuður ársins - hvergi á landinu er það þó algengt

Ef búinn er til listi yfir hvenær september hefur verið hlýjastur mánaða kemur í ljós að það er algengast á stöðvunum á sunnanverðum Austfjörðum, á Teigarhorni, Vattarnesi, Kambanesi og í Papey, sömuleiðis nokkrum sinnum í Grímsey. Á öðrum stöðvum er þetta sjaldgæft , hefur t.d. aðeins einu sinni gerst í Reykjavík - það var 1877 - eftir hraklega kalt sumar fram að því. 

Nokkur ár skera sig úr, þar með talið 1877, september var víða hlýjastur mánaða það árið. Sama gerðist árið 1941, þá var september hlýjastur á 16 stöðvum. Enn betur gerði september 1958, þá var hann hlýjastur á 45 stöðvum - svona var líka með september í fyrra - en þetta er endurtekið efni hér á hungurdiskum - í viðhengi pistils frá 1. október 2015 má sjá lista um þessi tilvik. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Fylgist þið ekki með hæð sjávar við reykjavíkurhöfnina?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2160421/

Gæti veðurstofa íslands staðfest að höfnin í rvk gæti orðið ónothæf árið 2056 vegna of hárrar sjávarstöðu og að sjór gæti jafnvel farið að flæða inn í tjörnina í rvk ef að fram heldur sem horfir í reikni-líkunum / línuritum?

Jón Þórhallsson, 15.9.2016 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 916
  • Sl. sólarhring: 1117
  • Sl. viku: 3306
  • Frá upphafi: 2426338

Annað

  • Innlit í dag: 816
  • Innlit sl. viku: 2972
  • Gestir í dag: 798
  • IP-tölur í dag: 734

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband