Um hámarkshita sumarsins 2016 og fleira í ţeim dúr

Viđ lítum nú á hámarkshita sumarsins 2016 - og fleira. Hćsti hiti ársins til ţessa mćldist á Egilsstađaflugvelli 3. júní, 24,9 stig. Mjög ólíklegt má telja ađ hćrri hiti en ţetta liggi í leyni á ţeim tíma sem lifir árs. Hiti á landinu hefur aldrei svo vitađ sé náđ 25 stigum eftir 14. september. - En aldrei ađ segja aldrei. 

Taflan sýnir lista yfir hćstu tölur ársins. - Viđ lítum ţar líka á mönnuđu stöđvarnar sér (ţćr eru nú orđnar fáar) og einnig vegagerđarstöđvarnar sér.

hćsti hiti ársins til ţessa á landinu   
stöđröđármándagurhám nafn
4271120166324,9 Egilsstađaflugvöllur
4271220166223,6 Egilsstađaflugvöllur
3380320166423,4 Reykir í Fnjóskadal
6802420166323,3 Húsafell
6802420166423,3 Húsafell
        
hćsti hiti ársins til ţessa á landinu - mannađar stöđvar
stöđröđármándagurhám nafn
9231201672721,6 Eyrarbakki
931220166321,4 Hjarđarland
13201672821,3 Reykjavík
14201672721,2 Reykjavík
        
hćsti hiti ársins til ţessa á landinu - vegagerđarstöđvar
stöđröđármándagurhám nafn
36270120166223,0 Eldhraun
364112201672722,0 Skálholt
315793201672721,8 Kjalarnes
313804201672721,6 Selvogur
363084201672721,6 Ţjórsárbrú

Tölur úr hitabylgjunni í upphafi júnímánađar rađa sér í toppsćtin - en 27. júlí er einnig áberandi. 

Sé athugađ hvađa daga hiti varđ hćstur á einstökum stöđvum kemur í ljós ađ 27. júlí stendur sig best, á árshámark 32 stöđva, (og 18 stöđva vegagerđarinnar). Árangur júníhitanna dreifđist meira, 12 stöđvar náđu sínu sumarhámarki 2. júní, 17 stöđvar ţann 3. og 16 ţann 4. 

Annars verđur dreifingin ađ teljast fremur flöt - 32 dagar koma viđ sögu á almennu stöđvunum - og 23 á vegagerđarstöđvunum. - Rétt er ađ taka fram ađ ţarna er eitthvađ smávegis kusk međ - stöđvar sem ekki eru samfeldar og hafa e.t.v. misst af ţeim degi sem raunverulega var hlýjastur viđ stöđina.

En ein stöđ náđi sínu sumarhámarki strax 15. maí. Ţađ var Brúarjökull. Ţá mćldist hitinn ţar 10,8 stig - og fór ekki ofar í sumar. Ţessi stöđ hefur ađ vísu veriđ grunsamlega köld í sumar - hún er kannski ekki alveg í lagi. 

Stöđ vegagerđarinnar viđ Herkonugil á Siglufjarđarvegi mćldi sinn hćsta hita á árinu til ţessa 13. mars. - Jú, ţetta kemur fyrir ađ hćsti hiti ársins á einstökum stöđvum mćlist ekki ađ sumarlagi. Um ţetta var fjallađ í pistli á hungurdiskum á sínum tíma - eins og ţrautseigustu lestendur e.t.v. muna. En 17,5 stigin sem mćldust viđ Herkonugil í mars gćtu enn orđiđ undir í samkeppni ársins í heild - ţetta er einmitt ein af uppáhaldsstöđvum vetrarhitaskotanna. 

Á fjórum stöđvum mćldist hćsti hiti ársins til ţessa nú í september, ţćr eru Hornbjargsviti, Seley, Papey og Streiti. - Og alls ekki er ótrúlegt ađ einhverjar stöđvar eigi enn eftir ađ ná sínu árshámarki. 

Á fimm stöđvum hefur hiti enn ekki náđ 15 stigum í ár. Ţađ eru Brúarjökull (sem áđur var nefndur), Gagnheiđi, Ţverfjall, Innri-Sauđá og svo Seley. 

Tvćr spurningar vakna strax varđandi hámarkshita ársins: Er ţađ venjulegt eđa óvenjulegt ađ hiti fari ekki í 25 stig? Er óvenjulegt ađ árshámarkiđ mćlist jafnsnemma sumars og nú?

Ţađ er ekki óvenjulegt ađ árshámarkiđ nái ekki 25 stigum - hiti á landinu hefur t.d. ekki fariđ yfir 25 stig síđan 2013 - ţrátt fyrir ađ almennt hafi veriđ hlýtt í veđri. Ef viđ förum aftur til 1931 hefur árshámarkiđ 28 sinnum (af 86 árum) veriđ undir 25 stigum - en 58 sinnum 25 stig eđa meira. Hámarkiđ 2016 (ef ţađ verđur ekki slegiđ) er ţví á mörkum neđsta og miđţriđjungs - á smekksatriđi hvort viđ teljum ţađ í međal- eđa í lćgra lagi. 

Ţađ verđur hins vegar ađ teljast óvenjulegt ađ hámarkshitinn mćlist jafnsnemma og í ár, 3. júní. Ţađ hefur sárasjaldan gerst svo snemma. Í gagnagrunni Veđurstofunnar segir ađ ţann 25. maí 1962 hafi hiti mćlst 22,6 stig á Ţórustöđum í Önundarfirđi og ađ ţađ hafi jafnframt veriđ hćsti hiti ţess sumars (heldur rýrt). Ritstjóri hungurdiska veit ekki alveg hvort hann á ađ trúa ţessari tölu - líklega er hún röng, en ţó voru ađstćđur ţannig ađ ekki er alveg hćgt ađ útiloka ađ rétt sé fćrt. Síđan ţurfum viđ ađ fara alveg aftur til 1941 til ađ finna dag svo snemma sumars. Ţann 3. júní 1941 mćldist hiti 25,7 stig á Teigarhorni og varđ ţađ hćsti hiti á landinu ţađ áriđ. Á eldri tíđ - ţegar stöđvar voru oft fáar - vitum viđ um tvö landsárshámörk í maí - 1932 og 1890 og ađ auki tvö tilvik ţegar hćsti hiti í maí var jafnhár hita sem síđar mćldist (1882 og 1907). 

Á hinum endanum - síđasti dagur landshámarks er 19. september - ţann dag 1877 fór hiti í 19,8 stig á Teigarhorni, en mjög líklegt má telja ađ hiti hefđi mćlst hćrri en ţađ einshvers stađar inn til landsins ţađ sumar - hefđu veriđ einhverjar stöđvar ađ mćla - en ţađ var ekki.

En - hćsti hiti ársins 2015 - í fyrra - mćldist 7. september og hćsti hiti ársins 2010 ţann 4. september. Ţann 1. september 1981 var hámarkshitinn á Vopnafirđi sá hćsti sem mćldist á árinu. - Nú, svo er ein merkileg jöfnun, ţann 1. október 1973 jafnađi hámarkshitinn á Dalatanga sumarhámarkiđ frá Stađarhóli 26. júlí. En ţetta sumarhámark var óvenju lágt, ađeins 23,5 stig. 

Í viđhenginu er listi yfir hćsta hita landsins á hverju ári frá 1874 til 2016. Athuga ber ađ hann er settur hér til skemmtunar - án heilbrigđisvottorđs og veldur vonandi ekki alvarlegu smiti. Slćđingur af vafasömum tölum er á listanum. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg010125i
  • w-blogg010125
  • w-blogg271224a
  • w-blogg271224aa
  • w-blogg261224ia

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.1.): 904
  • Sl. sólarhring: 1116
  • Sl. viku: 3294
  • Frá upphafi: 2426326

Annađ

  • Innlit í dag: 804
  • Innlit sl. viku: 2960
  • Gestir í dag: 786
  • IP-tölur í dag: 723

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband