Sjávarhiti viđ Norđurland (í gegnum tíđina)

Ţađ er ekkert sérlega auđvelt ađ mćla sjávarhita viđ strendur landsins á áreiđanlegan hátt. Ţađ hefur samt veriđ reynt - en eyđur eru margar og óţćgilegar í gagnaröđunum. Einna skást langra rađa er talin gagnaröđ sem fyrir 10 árum var sođin saman úr mćlingum á norđlenskum veđurstöđvum og var fjallađ um í grein í tímaritinu Journal of Climate (sjá tilvísun neđst í pistlinum). Fleira má lesa um sjávarhitamćlingar gerđar viđ ströndina hér á landi í ritgerđ ritstjóra hungurdiska frá árinu 2003. Sú er ađgengileg á vef Veđurstofunnar - og var gerđ hennar ritstjóranum umtalsverđ heilsubót. 

En mćlingar hafa haldiđ áfram í Grímsey og viđ skulum nú líta á nýja mynd sem byggir á gögnum fengnum úr greininni áđurnefndu - og nýrri mćlingum.

w-blogg240716

Lárétti ásinn sýnir tímabil mćlinganna - síđasta áriđ er 2015. Lóđrétti ásinn sýnir ársmeđalsjávarhita (ţrep) ásamt 10- og 30-ára keđjum. Viđ könnumst viđ flesta meginviđburđi - tíminn fyrir 1920 er gríđarlega breytilegur - ađ nokkru má ráđa hafísmagn á hitanum. 

Hlýindin á árunum 1925 til 1964 er kannski tvískipt. Mestu hlýindin eru á árunum frá 1927 til 1941, en síđan slaknar ađeins á. Hlýtt er ţó fram til 1964, en ţá kólnađi mjög snögglega. Kuldinn varđ ţó aldrei eins mikill og mest varđ á kalda tímanum fyrir 1920. 

Áriđ 1995 var síđasta kalda áriđ í sjónum og eftir ţađ fór hlýnandi, hlýjast varđ 2003 og 2004. Ekkert lát er ađ sjá á hlýindunum - en ţó er varla hćgt ađ reikna međ ađ ţau haldist endalaust. Gríđarlegur hávađi er nú á norđurslóđum, ţađ gnístir í íshafinu og illmögulegt ađ segja fyrir um hvađa skilabođ munu berast ţađan á nćstu árum. 

Hlýindin sem fyrtu 4 ár mćlinganna sýna (1875 til 1878, lengst til vinstri á myndinni) vekja auđvitađ nokkra athygli - síđan er eyđa - sjávarhitamćlirinn brotnađi og langan tíma tók ađ fá nýjan frá Danmörku. Kalt var í sjó viđ Austurland ţessi ár og freistandi ađ telja gamla mćlinn í Grímsey einfaldlega vitlausan. En ađ henda mćlingum bara af ţví ađ ţćr falla ekki inn í eitthvađ sem búiđ er ađ ákveđa er varla gott. 

Viđ lítum e.t.v. á fleiri sjávarhitalínurit síđar.

Greinin sem vísađ er í:

Hanna, E., Jónsson T., Ólafsson, J. and Valdimarsson (2006): H. Icelandic coastal sea-surface temperature records constructed: putting the pulse on air-sea-climate interactions in the northern North Atlantic. Part I: Comparison with HadISST1 open ocean surface temperatures and preliminary analysis of long-term patterns and anomalies of SSTs around Iceland , J. Climate 19, pp. 5652–5666


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bestu ţakkir fyrir áhugavert blogg Trausti.

"Hlýindin sem fyrstu 4 ár mćlinganna sýna (1875 til 1878, lengst til vinstri á myndinni) vekja auđvitađ nokkra athygli."

Er ca. 60 ára sveifla AMO ekki viđurkennd innan frćđanna?

Lćt fylgja međ krćkju á línurit yfir AMO 1880 - 2010 og tengsl viđ sólvirkni:

http://www.vukcevic.talktalk.net/GSC.gif

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 24.7.2016 kl. 08:14

2 Smámynd: Trausti Jónsson

Ţađ er engin sérstök sveiflutíđni almennt viđurkennd ađ mér vitandi. Algjörlega ómögulegt er ađ meta tíđni hitasveiflna út frá einni sveiflu (upp-niđur-upp) sem ekki á sér niđurneglda ástćđu - . Ţetta ţýđir auđvitađ ekki ađ sveiflur séu ekki til - en sú sem virđist sjást ţarna er t.d. um 80 ár milli botna og toppa - viđ sjáum ţó ađeins hluta ţeirrar uppsveiflu sem nú er í gangi - hún gćti varađ lengur - í áratugi - nú eđa ţá ađ hitinn gćti hrapađ niđur strax „á morgun“. Menn hafa ţóst finna reglubundnar sveiflur í sólvirkni (lengri en ţćr sem tengjast hinni venjubundnu sólblettasveiflu) - um 80 ár hefur reyndar veriđ einna vinsćlasta talan - en fjölmargar ađrar hafa sést - allt eftir ţví hver greinir og hvađ er greint.

Trausti Jónsson, 24.7.2016 kl. 13:22

3 identicon

Bestu ţakkir fyrir svariđ Trausti.

Eitthvađ virđast loftslagsvísindin vera ađ rumska til međvitundar um 40 - 80 ára AMO - sveiflur:

https://eos.org/research-spotlights/what-causes-long-term-north-atlantic-surface-temperature-cycles

https://climatedataguide.ucar.edu/climate-data/atlantic-multi-decadal-oscillation-amo

http://theconversation.com/the-atlantic-is-entering-a-cool-phase-that-will-change-the-worlds-weather-42497

https://www.researchgate.net/publication/222661107_The_regime_shift_of_the_1920s_and_1930s_in_the_North_Atlantic

en náttúrulega eru náttúrulegar sveiflur í náttúrunni ekki jafn spennandi og tölvulíkön.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráđ) 24.7.2016 kl. 16:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Jan. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 128
  • Sl. viku: 2477
  • Frá upphafi: 2434587

Annađ

  • Innlit í dag: 27
  • Innlit sl. viku: 2201
  • Gestir í dag: 27
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband