Óvenjuhlýr júní - það sem af er

Nú eru liðnar þrjár vikur af júnímánuði og eru þær meðal þeirra hlýjustu sem vitað er um hér á landi. Meðalhitinn í Reykjavík er 11,2 stig, sami tími 2002 skilaði 11,4 stigum, og 2014 11,2 eins og nú. Ekki er langt í 2003 með 11,1 og 2010 með 11,0 stig. Svo er dálítið bil niður í sama tíma 1941, en þá var meðalhiti 10,7 stig sömu daga. - Ekki er spáð sérstökum hlýindum í Reykjavík næstu daga - en ekki kulda heldur - fyrr en þá e.t.v. um eða upp úr helginni. - En líklegt er þó að hitinn sigi heldur niður á við.

Í Stykkishólmi er enn óvenjulegra ástand, þar hefur sami tími júnímánaðar aldrei verið hlýrri en nú, meðaltalið 10,8 stig, næsthlýjast var 2014, 10,5 stig og svo 10,4 2007 og 2010, 1871 og 1941 eru svo með 10,0 stig. - Sama er á Akureyri, þar hafa fyrstu 3 vikurnar aldrei verið hlýrri en nú, 12,0 stig - en samanburð á dagsgrunvelli eigum við ekki á lager fyrir Akureyri nema aftur til 1936 - sami tími í júní 1933 gæti hafa verið hlýrri.

Hitavikin eru enn mest á hálendinu, +4,0 stig í Sandbúðum miðað við síðustu tíu ár, en svalast að tiltölu hefur verið á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, þar er hiti aðeins +0,1 stigi ofan meðallags síðustu tíu ára. Meðalhiti er hæstur á Torfum í Eyjafirði, 12,5 stig og 12,0 í Hjarðarlandi, á Þyrli í Hvalfirði og Kolási í Borgarfirði. Lægstur hefur meðalhitinn verið á Brúarjökli, 2,8 stig - en á láglendi er hann lægstur í Seley, 6,2 stig.

Ársmeðalhitinn hefur mjakast upp á samanburðarlistum, er nú í 18. sæti í Reykjavík (3,7 stig) og því 25. á Akureyri (2,3 stig). Í upphafi mánaðarins var árið í 22. sæti í Reykjavík, en í því 36. á Akureyri.

Úrkoma hefur heldur náð sér á strik hér syðra - og sömuleiðis víða eystra, en enn er mjög þurrt á landinu norðanverðu, Akureyri í 15 prósentum meðalúrkomu, í Reykjavík er hlutfallið nú 66 prósent og 88 á Dalatanga. - Meðalloftþrýstingur er enn í hærra lagi - en þrýstingur hefur verið óvenjulágur síðustu daga - fór niður í 982,6 hPa í Surtsey - það lægsta á landinu í júní síðan 2002 - lágþrýstingur á að ríkja út mánuðinn.

Sólskinsstundafjöldi í Reykjavík er lítillega undir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 26 stundum undir meðallagi síðustu tíu ára - enda hafa sólríkir júnímánuðir verið algengari en oftast áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Ársmeðalhitinn hefur mjakast upp á samanburðarlistum, er nú í 18. sæti í Reykjavík (3,7 stig) og því 25. á Akureyri (2,3 stig). Í upphafi mánaðarins var árið í 22. sæti í Reykjavík, en í því 36. á Akureyri."

Sannarlega óvenjuleg hlýindi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 00:25

2 identicon

Mikið væri nú gott að fá línurit yfir meðalhita í júnímánuði á Íslandi sl. 80 ár. Það vill svo til að meðalhiti í júní í Þýskalandi hefur verið merkilega stöðugur sl. 80 ár!

http://www.kaltesonne.de/aufgetaucht-aus-den-fluten-lang-vergessene-historische-fotos-lassen-pariser-uberschwemmung-in-anderem-licht-erscheinen/

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2016 kl. 22:50

3 Smámynd: Trausti Jónsson

Fjallað var um „hitasstöðu“ mismunandi mánaða miðað við fyrri tíð í pistlum í vetur:

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2165767/

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/2165767/

Í enn eldri pistli er línurti sem sýnir meðalhita í júní í Stykkishólmi til og með 2010 (sem mætti svosem fara að endurnýja)

http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1171250/

Trausti Jónsson, 24.6.2016 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veðurfræðingur og áhugamaður um veður.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • w-blogg200125c
  • w-blogg200125g
  • w-blogg200125f
  • w-blogg200125e
  • w-blogg200125d

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 28
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 2475
  • Frá upphafi: 2434585

Annað

  • Innlit í dag: 25
  • Innlit sl. viku: 2199
  • Gestir í dag: 25
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband