Milt - jafnvel hlżtt (en engin hitabylgja)

Menn leggja nokkuš misjafna merkingu ķ oršiš „mildur“ - žegar žaš er notaš um vešur. Hjį sumum liggur ķ žvķ hitamerking - en hjį öšrum vķsar žaš ekki sķšur til almenns góšvišris - jafnvel žótt kalt sé. Ekki er hollt aš deila um slķkt - enda er merking oršsins „mildur“ lķka į reiki žegar ekki er fjallaš um vešur. Nóg um žaš.

En nęstu daga er hita spįš ofan mešallags og aš slepptri rigningu vķša um land og vindbelgings um tķma er samt frekar śtlit fyrir aš „hann fari vel meš“ - og hlżtt loft verši rįšandi vel fram eftir vikunni. 

Žaš sést vel į kortinu hér aš nešan sem gildir um hįdegi į mįnudag. Žaš sżnir hęš 500 hPa-flatarins og žykktina - eins og evrópureiknimišstöšin leggur til. 

w-blogg180616a

Jafnhęšarlķnur eru heildregnar en žykktin sżnd ķ lit. Žykktin męlir hita ķ nešri hluta vešrahvolfs og yfir Ķslandi er hśn vel yfir mešallagi įrstķmans. Brśni bletturinn yfir Vesturlandi sżnir meiri žykkt en 5520 metra - efni ķ 20 stiga hita žar sem best tekst til. En kannski er frekar ólķklegt aš svo hįr hiti nįist - žvķ lķklega veršur skżjaš. Aldrei aš vita samt - kannski vestur į fjöršum. - En eystra er žetta rigningarlegt śtlit ķ hafįttinni. Ekki veitir af regni į žeim slóšum og sömuleišis syšst į landinu žar sem tķšin aš undanförnu hefur veriš meš allražurrasta móti. 

Óvenjuleg hlżindi eru vestur ķ Bandarķkjunum sušvestanveršum og viršist sį hiti breišast heldur til austurs nęstu daga. Menn eru svosem żmsu vanir žar um slóšir - en sumir kollegar ritstjórans taka djśpt ķ įrinni varšandi spįrnar - viš sjįum til hvaš setur - en lķtum į kort sem gildir į mįnudagskvöld, žykkt og hęš 500 hPa-flatarins sem fyrr.

w-blogg180616b

Hér er žykktin viš 5990 metra - fer ašeins stöku sinnum hęrra og 500 hPa-flöturinn strżkst viš 6 km hęš - žaš er lķka fremur óvenjulegt. Öflug lęgšarbylgja er yfir Hudsonflóa og sópar mjög hlżju lofti noršur og austur um Nżfundnaland, žar er žykktinni spįš yfir 5700 metrum sem er lķka óvenjulegt. Margir vestra fylgjast spenntir meš - en viš lįtum žį ekki ęsa okkur um of. 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

milt vešur .?. er minstakosti hįlfum mįnuši į eftir įętlun. hvernig skildu bošoršin vera mun gręnland sparka žessari hitabygju sušur fyrir land géta svona hitabylgjur skapa meiri lęgšir en viš ešlilegar ašstęšur( ef mį kalla eithvaš ešlilegut ķ vešurfręši). lęgšir sem verša til į žessum slóšum viršast hafa į tilhneigķngu aš koma hér ķ heimsókn ef stašan er svona nśna gęti žį jślķ oršiš votvišrasamur 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skrįš) 19.6.2016 kl. 07:34

2 identicon

Bestu žakkir fyrir "mildar" hugleišingar Trausti. Žaš er a.m.k. ekki milt į Sušurheimskautinu žessa dagana. Nżtt kuldamet 14. jśnķ 2016 - en kuldametin eru aušvitaš ekki eins heillandi og hitametin.

http://hmn.ru/index.php?index=1&ts=160615112429

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skrįš) 19.6.2016 kl. 10:00

3 Smįmynd: Trausti Jónsson

Žetta viršist vera eitthvaš dęgumrmet į Vostokstöšinni (hef jśnķmet stašarins aš vķsu ekki viš hendina), jśnķmet Sušurskautsstöšvarinnar er -82,8, en jślķmet Sušurskautslandsins alls er sett į Vostok og er -89,2 stig - og žarmeš heimsmet ķ kulda, sett 1983. Vostokstöšin hefur veriš starfrękt ķ rśm 50 įr og žvķ falla žar aš jafnaši um 7 lįgmarksdęgurmet į įri hverju - fleiri ķ kólnandi vešurfari - en fęrri sé vešurfar hlżnandi. Spurning hversu mörg dęgurmet hafa falliš žar į įri aš jafnaši undanfarin įr? - Mįnašardęgurmet falla žar aš jafnaši į 4 til 5 įra fresti ķ jafnstöšuvešurfari - en eru aušvitaš athyglisverš engu aš sķšur. Hér į landi féllu 9 hįmarksdęgmurmet ķ gęr į stöšvum sem athugaš hafa ķ meir en 15 įr - og eitt lįgmarksdęgurmet féll lķka.

Trausti Jónsson, 19.6.2016 kl. 13:08

4 identicon

Merkilegt aš kuldametin į Sušurheimskautinu hafa veriš aš falla ķ seinni tķš en hitametiš ķ heiminum er hundraš įra gamalt. Reyndar viršast įhyggjur žķnar af meintri óšahafķsbrįšnun į Noršurheimskautinu į dögunum hafa veriš ótķmabęrar. En aušvitaš kemur įr eftir žetta įr.

http://www.bbc.com/news/science-environment-36560548?utm_source=Daily+Carbon+Briefing&utm_campaign=d1ab4ae3dd-cb_daily&utm_medium=email&utm_term=0_876aab4fd7-d1ab4ae3dd-303449629

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skrįš) 20.6.2016 kl. 14:31

5 Smįmynd: Trausti Jónsson

Samfelldar męlingar hafa ekki stašiš į Sušurskautslandinu nema ķ um 60 įr - nż met eru žvķ algeng žar um slóšir - og reyndar er mjög stutt sķšan hįmarkshitamet Sušurskautslandsins féll. Mun lengur hefur veriš athugaš į hlżjustu stöšum heimsins - og žvķ er erfišara aš fella heims- eša landshįmarkshitamet. Mikiš var hreinsaš til ķ žeim listum nżlega - ekki veitti af - en enn hefur varla veriš nęgilega hreinsaš aš mķnu mati. Žaš met sem nś telst heimsmet ķ hįmarkshita (56,7 stig ķ Daušadal ķ Kalifornķu 1913) er žannig aš mķnu mati mjög vafasamt - og um žaš eru fleiri vešurfręšingar sammįla. Heimsmetiš er lķklega 53,9 stig - męlt oftar en einu sinni. - Ég ber ekki ķ brjósti neinar sérstakar óskir eša įhyggjur varšandi brįšnun ķss į noršurslóšum ķ sumar - žaš er misskilningur aš halda žvķ fram aš ég geri žaš - en fylgist aušvitaš meš.  

Trausti Jónsson, 20.6.2016 kl. 15:49

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Um bloggiš

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er vešurfręšingur og įhugamašur um vešur.

Fęrsluflokkar

Mars 2021
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nżjustu myndir

 • ar_1844t
 • w-blogg020321b
 • w-blogg020321a
 • w-blogg020321c
 • lievog jardskjalftar 1789

Heimsóknir

Flettingar

 • Ķ dag (5.3.): 21
 • Sl. sólarhring: 214
 • Sl. viku: 2377
 • Frį upphafi: 2010531

Annaš

 • Innlit ķ dag: 20
 • Innlit sl. viku: 2043
 • Gestir ķ dag: 20
 • IP-tölur ķ dag: 20

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Eldri fęrslur

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband