17.6.2016 | 02:08
Nokkur umskipti
Fyrir hálfum mánuði þurfti ritstjóri hungurdiska að leggjast í flettingar vegna óvenjulegs háþrýstings. Nú ber svo við að rétt er að gefa lágþrýstingi gaum - því lægðir eru í vexti.
Kortið sýnir sjávarmálsstöðuna síðdegis á laugardag (18. júní) - að mati evrópureiknimiðtsöðvarinnar.
Úrkoman er græn- og blálituð, en litaðar strikalínur sýna hita í 850 hPa-fletinum. Hér er farið að rigna á Suðvesturlandi - hressilega víða - í landsynningsstrekkingi. Reyndar verður hægt að tala um illviðri á fjöllum - gangi spáin eftir.
En suður í hafi er mjög efnileg lægð - hún er af suðrænum uppruna - raka- og hlýindabólgin - og fær kulda í bakið úr norðvestri - einmitt dæmigerð staða til mikillar dýpkunar. - En þó vill svo til að meginkuldinn og lægðarbylgjan eru ekki alveg í fasa - hitta ekki alveg saman - svo lægðin verður ekki alveg eins djúp og hefði getað orðið við innileg faðmlög - og þar að auki er komið sumar og almennt minni illindi í kerfinu en er á öðrum árstímum.
En lægðinni er samt spáð niður í um 980 hPa og spurning vaknar bæði um það hversu algengt það er hér á landi að þrýstingur farið neðar í júní - og hversu langt sé síðan.
Ritstjóraflettingar sýna að þetta gerist að jafnaði á um 7 ára fresti - en hefur ekki átt sér stað síðan í illviðrinu mikla 18. júní 2002. Þá fór þrýstingur niður í 976,1 hPa í Akurnesi. Svo lágum þrýstingi er ekki spáð nú - og júnílágþrýstimetið frá 1983 er víðsfjarri (959,6 hPa).
Hæsti þrýstingur á landinu á dögunum var 1036,9 hPa. Fari hann nú niður í til dæmis 981 hPa verður þrýstimunur innan mánaðarins meiri en 55 hPa. Slíkt gerist ekki í júní nema á 20 ára fresti að jafnaði.
Í reikningum bandarísku veðurstofunnar er lægðin ámóta djúp, en miðjan nær ekki til landsins. Sé sú spá rétt fer þrýstingur hér á landi ekki nema niður í um 985 hPa - það er nokkru algengara en 980 hPa - gerist á 3 til 4 ára fresti í júní.
En alla vega ætti að rigna hressilega suðaustanlands - ekki veitir af - aldrei þessu vant. - Þurrkur fer líka að verða óvenjulegur víða norðaustanlands - þar ætti að rigna líka í þessum lægðakerfum - en spár um það eru hins vegar ekki mjög eindregnar.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 20
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 985
- Frá upphafi: 2420869
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 15
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.