11.6.2016 | 00:51
Yfir Íshafinu
Ísmagn mun nú vera með allra minnsta móti í norðurhöfum - en skiptar skoðanir eru uppi um hvort nýtt allsherjarlágmarksmet verður sett í haust. Til þess að slíkt geti orðið þarf veðrið yfir Norðuríshafi að þræða ákveðna leið - nokkuð vandrataða.
Það er að vísu rétt hugsanlegt að ástandið í sjónum sé orðið ísnum svo fjandsamlegt að veðrið skipti litlu sem engu máli - en við skulum ekki fara að gera ráð fyrir slíku fyrirfram - enda ólíklegt.
Til að sem mest bráðni þarf heiðríkju í júní og júlí og helst háþrýsting líka (þetta tvennt fer reyndar oft saman). Velstaðsett hæðarhringrás sér til þess að halda ísnum saman - meðan mest af þynnsta ísnum yfir landgrunni Síberíu á jaðri meginísbreiðunnar hverfur.
Síðan þarf lágþrýsting í ágúst og helst sem mestan vind á sama tíma til að dreifa úr meginísnum yfir á þau svæði sem þá þegar eru orðin auð - og yfirborð sjávar hefur náð því að hitna. Skýjað og vindasamt veður í september getur síðan hjálpað til. Á þennan hátt er bráðnun hámörkuð.
Nokkurn veginn svona var atburðarásin metsumarið 2012 - en ísmagnið virðist nú vera ekki ósvipað því sem þá var á sama tíma í júníbyrjun.
En þessa dagana eru skilyrði ekkert sérlega góð til metbráðnunar. - Lægðasvæði yfir Íshafinu - sem veldur skýjuðu veðri - og enn er tilgangslítið að dreifa ísnum, slíkt gengur illa fyrr en mun meira hafsvæði er orðið autt.
Enn allt er þetta samt fremur spennandi. Lítum á háloftastöðuna á norðurslóðum um helgina. Kortið er úr smiðju bandarísku veðurstofunnar og gildir síðdegis á sunnudag, 12. júní.
Ísland er neðst á kortinu, í hagstæðum, hlýjum hæðarhrygg (sem gefur sig smám saman), en eins og venjulega eru kuldapollar á sveimi í norðri. Það er töluverður órói í þeim - það mikill að við gætum hæglega lent í skotlínunni. Reiknimiðstöðvar eru þó ekki sammála - og satt best að segja er varla hægt að reikna þetta kúluspil lengra fram í tímann en 4 til 5 daga með einhverri vissu. -
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 31
- Sl. sólarhring: 128
- Sl. viku: 2478
- Frá upphafi: 2434588
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 2202
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Afar áhugaverðar speglasjónir Trausti Jónsson. Bestu þakkir fyrir hugleiðingar um hugsanlega þriggja mánaða hafísþróun í norðurhöfum - en er ekki í lagi að geta þess líka að 10 júní 2016, á hásumri, voru einungis 50 km í landsins forna fjanda úti af Vestfjörðum?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 11.6.2016 kl. 21:56
Minntist reyndar á hafísinn í Grænlandssundi og mögulega dreifingu hans í blogg - eða fjasbókarfærslu fyrir þó nokkru - en þetta er svo lítið að mér hefur ekki þótt ástæða til að fjölyrða meir um það að svo stöddu. Frekari dreifing á ísnum eykur bráðnunarhraða hans til muna. - Ég hefði hins vegar getað minnst á þann möguleika að töluverð fylla af fjölærum ís gæti í sumar komist út um Framsund - svo mikið að uppi yrði fótur og fit - það er nefnilega meira los á honum en venjulega . - Ólíklegt að vísu - en rétt að fylgjast með.
Trausti Jónsson, 12.6.2016 kl. 00:24
Gott að þú minnist á fjölæran hafís Trausti. Má ekki líka fljóta með að samkvæmt gögnum PIOMAS er meinti bráðnaði hafísinn á Norðurpólnum þykkari í ár en allar sjávargötur aftur til 2009 - eða er það enn eitt masið?
http://psc.apl.uw.edu/research/projects/arctic-sea-ice-volume-anomaly/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 07:39
Meðalþykktin er fundin með því að deila flatarmálinu upp í rúmmálið. Þunnur ís hverfur hraðar en þykkur og hlutur þess þykka í því sem eftir er vex eftir því sem meira bráðnar og þar með vex meðalþykkt. Ef allt bráðnar nema fjölæri ísinn virðist þykktin því í hæstu hæðum - jafnvel þótt rúmmálið og flatarmál séu kannski minna en nokkru sinni. Að meðalþykkt aukist að sumri getur því verið eitt rýrnunareinkenna. - Alla vega er þetta eitt þeirra atriða sem verður að hafa í huga þegar horft er á þykktarbreytingar.
Trausti Jónsson, 12.6.2016 kl. 12:21
"... jafnvel þótt rúmmálið og flatarmál séu kannski minna en nokkru sinni."(?)
Er ekki hafísdreifing í norðurhöfum á pari við undanfarin ár, auk þess sem bráðnun virðist mun hægari í ár en áður?
http://www.iup.uni-bremen.de:8084/amsr2/extent_n_running_mean_amsr2_previous.png
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 19:03
Hafís er nú með allra minnsta móti í norðurhöfum - kannski minna en áður - kannski ekki alveg.
Trausti Jónsson, 12.6.2016 kl. 22:38
"... en skiptar skoðanir eru uppi um hvort nýtt allsherjarlágmarksmet verður sett í haust"(?)
Allsherjarlágmarksmet miðað við hvað? Er síðuhöfundur að miða við árin eftir 1979? Liggur ekki ljóst fyrir að 1979 var toppurinn á síðustu hafísútbreiðslu í norðurhöfum? Er ekki eðlilegt að miða núverandi lágmarkshafísútbreiðslu við önnur tímabil lágmarkshafísútbreiðslu?
Samkvæmt 60 ára AMO sveiflunni ættum við að bera núverandi hafísstöðu við stöðuna um og uppúr 1950 og/eða 1890. Teljast það vísindi að bera saman epli og appelsínur?
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.6.2016 kl. 23:54
Metingur miðast eðlilega við þann tíma sem mælingar hafa verið í gangi - en í þessu tilviki er óhætt að ganga lengra aftur en til 1979 - þótt áreiðanlegar athuganir á heildarísmagni í norðurhöfum öllum nái ekki mikið lengra aftur en það. Það er reyndar auðvelt að fullyrða að ísútbreiðsla nú er miklu, miklu minni en hún var 1890 - enda er ekki um neina reglubundna 60-ára sveiflu að ræða í ísmagni. - Aðeins meira vafamál er með miðjan fjórða áratuginn (fyrir 80 árum eða svo) - þá komu fáein ár með óvenjulitlum ís við Austur-Grænland - og víðar. Þrátt fyrir ákveðinn vafa er samt líklegast að þá hafi verið talsvert meiri í í norðurhöfum öllum að sumarlagi heldur en undanfarin ár.
Trausti Jónsson, 13.6.2016 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.