22.5.2016 | 23:21
Mestu hugsanlegu veðurfarsbreytingar (nei - þær standa ekki til)
Hverjar eru mestu hugsanlegar veðurfarsbreytingar? - Það er auðvitað allt hugsanlegt - en við skulum þó miða við að jörðin haldist á braut sinni, snúningur hennar haldist í skorðum, sólin taki ekki upp á því að brjálast eða að eitthvað ljótt ráðist á sólkerfið að utan. Með þessar forsendur í huga má e.t.v. svara spurningunni.
Það er hugsanlegt að jörðin öll hyljist ís og snjó - höfin líka. Svo vill til að þetta hefur líklega gerst oftar en einu sinni í jarðsögunni. Það er orðið langt síðan - og reyndar líklegt að sólin eigi nokkurn þátt - talið er að útgeislun hennar hafi þá verið nokkrum prósentum minni en nú. - En einhvern veginn tókst að komast út úr þessari stöðu aftur.
Á erlendum málum er þetta ástand venjulega kennt við snjóbolta - snjóboltajörð - eða snjóboltann jörð. Þótt þetta sé óneitanlega skemmtilegt orð/hugtak vill ritstjóri hungurdiska samt nota aljöklun um leiðina að ástandinu og jafnvel tala um aljökul sem ástandið sjálft. - En ætli snjóboltinn vinni ekki vinsældakosningar? Líkanreikningar sýna ótvírætt að aljökullinn er stöðugt ástand - alveg á pari við núverandi veðurfar. Ef geislunarbúskapur einn og sér réði gæti aljökullinn varað endalaust ef hann yrði á annað borð til - jafnvel við núverandi geislunarstyrk sólar.
En jörðin virðist hafa lent í þessu oftar en einu sinni - og sloppið út aftur. Að vísu er deilt um ýmsa eiginleika aljökulsins og það hvort hann hafi nú verið alveg al. Þau mál skýrast væntanlega betur eftir því sem rannsóknum fleygir fram. Sömuleiðis eru enn nokkrar vangaveltur um það hvernig aljöklun byrjar - nýleg jökulskeið voru ekki nægilega köld til að koma henni af stað aftur. - Er eitthvað til sem við gætum kallað óðajöklun?.
Svo er það hin áttin á hitaásnum. - Þar er enn verri mynd. Á erlendum málum er talað um óðagróðurhúsaáhrif. Vatnsgufa er mjög öflug gróðurhúsalofttegund - og breyting á vatnsgufuinnihaldi lofthjúpsins með vaxandi hita er einn af mestu óvissuþáttum þegar spáð er fyrir um veðurfarsbreytingar vegna þeirra auknu gróðurhúsaáhrifa sem nú eru að eiga sér stað.
Þar koma mörg vandamál við sögu. Eitt er að mjög mikið vantar upp á að lofthjúpurinn sé mettaður vatnsgufu (til allrar hamingju er hann það ekki). - Þrátt fyrir það rignir stöðugt - það mikið að ef uppgufun stöðvaðist (sem hún gerir vonandi ekki) myndi mestöll vatnsgufa ganga til þurrðar á rúmri viku (ef áfram rigndi af sömu ákefð). Sagt er að ef öll vatnsgufa hyrfi úr lofthjúpnum væru aðeins 8 ár í aljöklun.
Hér má því sjá jafnvægi milli uppgufunar og úrkomumyndunar. Óþægilegt er að við vitum ekki hversu viðkvæmt það er - við vitum ekki hvert nýtt jafnvægi hlýrra veðurlags er. - En komi að því að úrkomumyndun fari að dragast aftur úr uppgufun getur verið illt í efni.
Sumir hafa af þessu áhyggjur - meiri vatnsgufa -> mun meiri gróðurhúsaáhrif -> enn meiri vatnsgufa -> enn meiri gróðurhúsaáhrif. Menn hafa leikið sér að því að reikna þetta gagnvirka ferli áfram allt til þess að heimshöfin fari að sjóða. Því er haldið fram að þetta hafi gerst á reikistjörnunni Venus í árdaga. Þar hafi verið vatn og höf (sem þó enginn veit með vissu) - en vegna nálægðar við sólu hafi Venus svo lent í óðagróðurhúsaáhrifum, höfin hafi soðið - vatn komist í heiðhvolf hennar, jónast þar og vetnið lekið burt. Um þetta er þó deilt, en nær ekkert vatn virðist þar nú að finna - og yfirborðshiti er um 500 stig - eina regnið er brennisteinssýra.
Þetta er ljót mynd - og ekki líkleg á jörðinni - fyrr en í mjög fjarlægri framtíð aukins sólarstyrks. Meginástæða þess að flestir eru fremur rólegir yfir þessu er sú að jörðin hefur sloppið við þetta hingað til (það má alveg fullyrða - því engin leið er út aftur þegar það loksins gerist - öfugt við aljöklunina). Jarðsagan geymir heimildir um mun hlýrra veðurfar en nú er - og hlýrra heldur en líklegast er að þeir gróðurhúsatímar sem framundan eru muni leiða okkur í. Þær hlýju stundir dugðu ekki til að kveikja á óðaferlinu.
En ef við nú sleppum þeim félögum Al og Óða? Hverjar eru mestar hugsanlegar veðurfarsbreytingar þar sem þeir koma ekki við sögu? Eðlilegar hliðarspurningar eru þá: Hversu hratt geta slíkar breytingar orðið? Hversu miklar breytingar gætum við séð á líftíma okkar sem einstaklingar? Hvað með íslenskt veðurfar?
Taka verður eftir því að hér er talað um mestar og hraðastar hugsanlegar breytingar - en ekki líklegustu breytingar. Á þessu tvennu er mikill munur. Mestu hugsanlegu breytingar eru miklu meiri en líklegar breytingar. - Ekki rugla með það.
Er rétt að ræða þetta frekar á þessum vettvangi? - Eins og venjulega er spurning um þrek og tíma ritstjórans - og ljóst að umfjöllun yrði býsna brota- eða jafnvel fjarstæðukennd. - Við sjáum til.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Um bloggið
Hungurdiskar
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 8
- Sl. sólarhring: 876
- Sl. viku: 2330
- Frá upphafi: 2413764
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 2149
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
Athugasemdir
Vertu sæll Trausti Jónsson nú á síðustu vordögum og væntanlega með framhaldi á þeirri sælu, en það rignir hæversklega hér á norðan verðu Snæfellsnesi.
Takk fyrir mál sem ævinlega er skemmtilegt, jafnvel þó að það varði mögulegar hörmungar sem koma ekki þó ekki fyrr en þær koma og því hlæjum við allt þar til og líklega lengur.
Hrólfur Þ Hraundal, 23.5.2016 kl. 10:25
nú er ílt í efni. förum úr gróðurhúsi í lopabeisur. menn tala um aljöklun en hefur hann verið um alla jörðina á sama tíma eða gjétur verið að jörðin hafi verið að velta sér mörgum sinnum nú eru segulstreingir um alla jarðir svo senilega hefur segulnorður ekki altaf verið þar sem hún er nú um stundir. þanig að líf hefur hugsanlega verið á jaðri íshellunar. eins hefur visindamönum fundið líf í snjónum á hverju lifa þeir veit ég ekki lífið er skrítinn skepna. sé það rétt að uranfjall hafi sprungið í fyrdini í s, ameríku mindi það hafahaft töluverð áhrif á nærumhverfið miða við þær kjarnorkutilraunir sem hafa verið gerðar virðast áhrifin vera takmöruð. en gætu skýrt risaeðlurnar.
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 23.5.2016 kl. 13:21
Allar vangaveltur um breytingar eða mögulegar katastrófur eru vel þegnar.
Emil Hannes Valgeirsson, 23.5.2016 kl. 17:30
Þetta verður flott fyrir Ísland Byggingareglugerðin fellur um sig og við bræðum ís og búum til kastala sem við rafvæðum höldum áfram með gróðurhúsin veiðum fisk með kafbátum. Kannski verðum við þrælar Íslams í landi okkar hver veit.
Valdimar Samúelsson, 23.5.2016 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.