Háloftavindaţróun - eitthvađ til ađ velta vöngum yfir?

Haustiđ 2014 velti ritstjóri hungurdiska sér upp úr ţróun hitafars í háloftunum yfir Keflavíkurflugvelli. Langminnugir muna býsna athyglisverđa útkomu - en ađrir áhugasamir geta fariđ í flettingar gamalla pistla. 

Nú lítum viđ á vindáttir háloftanna - hafa einhverjar merkjanlegar breytingar orđiđ á ţeim ađ undanförnu? Ađ vetrarlagi eru austlćgar áttir ríkjandi í allra neđstu lögum lofthjúpsins yfir Íslandi - en annars er vestanáttin allsráđandi - alveg upp úr. Ađ sumarlagi er ţessu öđru vísi fariđ. Ţá er austanátt ríkjandi í heiđhvolfinu, en vestanáttin heldur velli neđar - (og austanáttin neđst slaknar miđađ viđ veturinn).

Ađalatriđin sjást vonandi á skýringarmyndinni - sem er einskonar ţversniđ af lofhjúpnum yfir Íslandi ađ sumarlagi.

w-blogg-sumarhringur-hverfur-a-a

Efsti hluti myndarinnar sýnir stöđuna í 90 km hćđ - ţar heita miđhvörf, ţar er vestanátt á sumrin. Austanátt ríkir í heiđhvolfinu - vel niđur fyrir 20 km - ţar sem vestanátt tekur viđ - og vex hún niđur á viđ í átt ađ veđrahvörfum ţar sem hún er í hámarki. Síđan dregur úr eftir ţví sem neđar kemur - og greina má slaka austanátt neđst. Rétt er ađ taka fram ađ ţetta eru međaltöl - í veđrahvolfinu er mjög mikill breytileiki frá degi til dags og jafnvel frá ári til árs. 

Ţrátt fyrir breytileika er ţetta ástand í ađalatriđum nokkuđ stöđugt - og mjög miklar veđurfarsbreytingar ţarf til ađ valda grundvallarröskun á ţví. - Hnattrćn hlýnun vegna aukinna gróđurhúsaáhrifa af mannavöldum er líklega ekki nćgileg - ţađ ćtti e.t.v. ađ segja örugglega ekki nćgileg - en aldrei ađ segja aldrei - alls konar skrímsli geta legiđ í leyni. 

Ţrátt fyrir stöđugleika megindráttanna eru ýmsar lúmskar breytingar mögulegar. Viđ skulum nefna ţrjár.

i) Breytingar á rófi vestanáttarinnar í veđrahvolfinu - hún er ekki jafnstríđ, heldur gengur hún í missterkum hrinum - jafnvel austanátt á milli. Hrinutíđni getur breyst - án ţess ađ međalstyrkurinn breytist ađ marki. Ţessi möguleiki er mikiđ rćddur á frćđavettvangi - birtist sem vangaveltur um breytingar á tíđni kuldakasta og hitabylgna - og er ţannig oft í fréttum. 

ii) Hćđ áttaskiptanna í neđri hluta heiđhvolfsins getur breyst. Austanáttin ofar gćti fćrst neđar - ţessu er almennt lítill gaumur gefinn hér á norđurslóđum - varla neitt - satt best ađ segja. - En mjög mikiđ er rćtt um áttaskil og hegđan ţeirra yfir hitabeltinu - og tengsl viđ veđurfarsbreytingar. - Mjög erfiđ umrćđa og flókin - hefur stađiđ í áratugi. 

iii) Breytingar á sumaraustanátt heiđhvolfsins - ţá vegna ósoneyđingar - virđist hafa áhrif á suđurhveli jarđar - ritstjórinn ekki vel inn í ţeirri umrćđu hvađ sumariđ varđar, en engar fréttir hafa borist af slíkum áhrifum á norđurhveli - ţau eru ţó vel hugsanleg - sérstakalega viđ árstíđaskiptin haust og vor. 

En hvađ segja háloftaathuganir yfir Keflavíkurflugvelli um ţetta - er eitthvađ ţar ađ sjá? Ţađ er nú ţađ. Rétt ađ fullyrđa ekki neitt en lítum á eina mynd.

w-blogg220516a

Lárétti ásinn sýnir árin frá 1950. Upplýsingar um stöđuna ofan viđ 15 km hćđ eru ekki í gagnagrunninum nema aftur til 1973. Lóđrétti ásinn sýnir hlut austlćgra átta í öllum athugunum sumarmánađanna júní, júlí og ágúst. Ţví hćrra sem ţetta hlutfall er - ţví tíđari eru austanáttirnar. 

Línurnar eru 7-ára keđjumeđaltöl. Grćni ferillinn sýnir tíđni austanátta í 30 hPa - um 24 km hćđ - vel inni í austanáttum heiđhvolfsins. Ţarna virđist lítiđ hafa gerst - austanáttir ríkja meir en 90 prósent tímans - vćntanlega skiptir í vestur á ađeins misjöfnum tíma seint í águst. 

Blái ferillinn sýnir međaltal heiđhvolfsins (100, 70, 50 og 30 hPa). Ţarna hefur austanáttin aukiđ hlut sinn um 10 prósent síđustu 20 árin. Bleiki ferillinn (sá neđsti) sýnir „fjarlćgđina“ á milli grćna og bláa ferilsins. - Hún hefur fariđ minnkandi. Er eitthvađ á seyđi? 

Rauđi ferillinn sýnir stöđuna í veđrahvolfinu (300, 500, 700 og 850 hPa) - ţar hefur hlutur austanáttar líka aukist um nćrri 10 prósent. Breytingar í neđsta hluta heiđhvolfs og í veđrahvolfi virđast fylgjast ađ. 

Viđ höfum enga hugmynd um hversu marktćkar breytingar ţetta eru, hvort ţćr muni ganga til baka eđa aukast enn frekar. Viđ vitum ekki heldur hvort ţeirra gćtir á norđurhveli öllu - eđa hvort ţćr eru ađeins stađbundnar. 

Mörgu ţarf - og á - ađ gefa gaum - fleiru en „međalhita jarđar“. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Júlí 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nýjustu myndir

  • w-blogg220724b
  • w-blogg220724a
  • w-blogg210724
  • Slide2
  • Slide1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.7.): 66
  • Sl. sólarhring: 322
  • Sl. viku: 2782
  • Frá upphafi: 2378358

Annađ

  • Innlit í dag: 63
  • Innlit sl. viku: 2470
  • Gestir í dag: 63
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband