Snarpur háloftavindstrengur

Nú hefur rignt smávegis vestanlands - og útlit fyrir meiri úrkomu nćstu daga. Hlýju lofti af suđrćnum uppruna hefur tekist ađ ţrengja sér norđur á Grćnlandshaf - hefur reyndar veriđ mest áberandi hátt í lofti í flóknum blikuuppslćtti sem búinn er ađ taka á annan sólarhring.

En spákort sem gildir um hádegi á morgun (ţriđjudag 24. maí) lítur svona út:

w-blogg240516a

Mikil hćđ er fyrir austan land - yfir 1030 hPa, en svo háar tölur eru ekki mjög algengar á ţessum slóđum svona seint í maí. - En máliđ er nokkuđ flókiđ - ţví önnur hlý framrás er í gangi austur af Nýfundnalandi - og stefnir til okkar - en jafnframt kemur svo kalt loft úr vestri - mest reyndar á eftir lćgđinni sem á kortinu er yfir norđurhluta Labrador.

Vestanloftiđ - ţađ hlýja og ţađ kalda munu síđan ganga nokkurn veginn samsíđa norđaustur um Grćnlandshaf á miđvikudag og fimmtudag svo úr verđur snarpur háloftavindstrengur sem vel sést á 500 hPa spákorti sem gildir um hádegi á fimmtudag, 26. maí.

w-blogg240516b

Jafnhćđarlínur eru heildregnar - mjög ţéttar milli Íslands og Grćnlands - og er ţví spáđ ađ vindstyrkur í um 5 km hćđ verđi yfir 50 m/s. Kalt loft er yfir Grćnlandi - ţykktin minni en 5160 metrar - en mjög hlýtt yfir Íslandi, bletturinn yfir Austurlandi sýnir meir en 5520 metra ţykkt - gott tilefni til ađ ná 20 stigunum ţar sem vel hagar til um landiđ austanvert - mun svalara verđur í hafáttinni vestanlands. 

Hversu hvasst verđur niđur í mannabyggđum er ekki alveg á hreinu ennţá - viđ látum Veđurstofuna alveg um ađ gera grein fyrir ţví. 

Kalda loftiđ á ekki ađ ná undirtökunum aftur fyrr en á laugardag eđa sunnudag. Reiknimiđstöđvar telja ađ á međan á ţessari baráttu stendur muni rigna mikiđ víđa um vestan- og norđvestanvert landiđ - jafnvel tugi mm - óvissa er ţó mikil í ţeim spám.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Hungurdiskar

Höfundur

Trausti Jónsson
Trausti Jónsson
Höfundur er veđurfrćđingur og áhugamađur um veđur.

Fćrsluflokkar

Okt. 2019
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

 • w-blogg191019b
 • w-blogg191019a
 • w-blogg141019a
 • w-blogg131019c
 • w-blogg131019b

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (22.10.): 7
 • Sl. sólarhring: 163
 • Sl. viku: 1521
 • Frá upphafi: 1842545

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 1349
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband